fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Kaffi Krókur og Ólafshús lifa góðu lífi á KK Restaurant

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. júní 2018 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú var tíðin að aðalveitingahúsið á Sauðárkróki var Ólafshús. Enn eru margir sem spyrja um Ólafshús þegar þeir koma til bæjarins og vilja fá sér í svanginn. En andi og gæði Ólafshúss lifa á veitingastaðnum KK Restaurant, Aðalgötu 16; í raun var Ólafshús bara fært yfir götuna.

Hjónin Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal eru eigendur KK Restaurant og Selma útskýrir breytinguna svona: „Um áramótin 2015/2016 keyptum við veitingastaðinn Ólafshús, kaffihúsið Kaffi Krók og skemmtistaðinn Mælifell. Það var ávallt markmið að færa Ólafshús yfir í húsnæði Kaffi Króks, enda stærra og betra húsnæði þar, og það gerðum við haustið 2016. Ólafshús hafði þá fest sig í sessi með góðum veitingum sem báru orðspor þess víða og við höfum kappkostað að viðhalda þeirri hefð. Ekki var hægt að kalla staðinn Kaffi Krók þar sem þetta er veitingastaður núna en ekki kaffihús og því kom upp nafnið KK Restaurant, einnig með hinn sívaxandi fjölda erlendra ferðamanna í huga.“

KK Restaurant er staðsett í húsi sem er í senn nýtt og gamalt: „Upprunalega húsið að Aðalgötu 16 er eitt af elstu húsum bæjarins. Það brann hins vegar árið 2008 og var þá endurgert allt í sömu upprunalegu myndinni. Þetta er því nánast nýtt hús en á gömlum grunni,“ segir Selma.

KK Restaurant býður upp á fjölbreyttan matseðil og mat við flestra hæfi, meðal annars ferskan fisk og lambakjöt. Grillmatseðillinn er áhugaverður með kjúklinga- og beikonloku, humar- og rækjuloku, skemmtilegu úrvali af hamborgurum og fleiru. Þá er meðal annars að finna gott úrval af pastaréttum á matseðlinum. Sumir segjast hvergi fá betri pizzur en á KK Restaurant.

Hægt er að fá heimsendan mat frá KK Restaurant í hádeginu og eru mörg fyrirtæki og einstaklingar sem nýta sér þann kost eða koma í hið margrómaða hádegishlaðborð sem er í boði alla virka daga.

Alhliða veisluþjónusta er einnig starfrækt, hvort heldur sem er á staðnum eða úti í bæ. Tveir veislusalir eru til afnota í húsinu.

Allar helstu upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.kkrestaurant.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum