fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Íslenski hesturinn í öndvegi á Lýtingsstöðum: Hestaleiga og hlaðið torfhesthús til sýnis

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. júní 2018 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Lýtingsstöðum er hlaðið torfhesthús í gömlum stíl, eins og tíðkuðust hér á landi fyrir meira en 100 árum, og þar inni má finna hnakka og reiðtygi frá sama tíma. Leiðsögn um hesthúsið og sögu íslenska hestsins er í boði, bæði hljóðleiðsögn á bandi og fyrirlestur leiðsögumanns. Það er mikil upplifun að skoða torfhesthúsið á Lýtingsstöðum og komast þannig í beina snertingu við fortíðina, en hvernig kom þetta til?

„Ég er lærður leiðsögumaður og það kviknaði hjá mér áhugi á að koma íslenska hestinum meira á framfæri. Ég bjó til prógramm sem meðal annars felur í sér dagsferð frá Akureyri, undir heitinu Horses and Heritage. Þessa dagskrá hef ég nýtt bæði fyrir dagsferðirnar sem ég býð upp á og líka fyrir hópa sem stoppa hér á Lýtingsstöðum. Mér fannst vanta einhverja meiri upplifun í þetta prógramm og þess vegna réðst ég í að láta hlaða torfhesthúsið,“ segir Evelyn Ýr, konan á bak við þetta framtak. Á Lýtingsstöðum rekur Evelyn, ásamt eiginmanni sínum, hestatengda ferðaþjónustu og gistingu, auk þess að bjóða upp á leiðsögn um torfhesthúsið.

„Venjan er sú að hópar fá persónuleiðsögn hjá mér en einstaklingar sem hingað koma óbókaðir geta fengið hljóðleiðsögn sem er á fjórum tungumálum, meðal annars íslensku,“ segir Evelyn.

Evelyn Ýr er frá Þýskalandi en er gift íslenskum manni og eiga þau einn son. Hún hefur búið á Íslandi í 23 ár, eða rúmlega helming ævi sinnar, og talar mjög góða íslensku. Auk þess að vera menntaður leiðsögumaður er hún menningarfræðingur. „Mig langaði til að blanda þessari þekkingu saman til að veita öðruvísi þjónustu,“ segir hún, en ljóst er að torfhesthúsið gefur Lýtingsstöðum algjöra sérstöðu. Í Skagafirði má sjá marga torfbæi en það er einstakt að útihús í upprunalegri mynd sé til sýnis eins og hér er raunin.

Góð fjölskylduskemmtun

Öflug hestaleiga er rekin á Lýtingsstöðum og hentar hún meðal annars fjölskyldum. Boðið er upp á hesta sem henta börnum og að teymt sé undir yngstu börnin. Evelyn bendir á að börnin séu ekki síður hrifin af leiðsögninni um torfhesthúsið en hinir fullorðnu. „Ég hef verið með börn hérna niður í sex ára gömul og þeim finnst þetta mjög spennandi.“

Það er hægt að koma hvenær sem er milli kl. 9 og 19 að Lýtingsstöðum og skoða torfhesthúsið gegn vægu gjaldi. Til að fara í stutta hestaferð er betra að hringja áður í síma 453-8064. Allar upplýsingar um gistingu er að finna á vefsíðunni lythorse.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum