fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Hótel Tindastóll: Elsta hótel landsins er í stöðugri endurnýjun

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. júní 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótel Tindastóll á sér stórmerka sögu en þetta elsta hótel landsins tók fyrst til starfa árið 1884. Upprunalega húsið var flutt til Íslands frá Noregi árið 1920 og er í dag eitt af 20 elstu timburhúsum landsins. Hótelrekstrinum var hætt árið 1970 en þá var húsið illa farið. Það var síðan endurgert á tíunda áratugnum og hótelreksturinn hófst að nýju árið 2000.

Nú­ver­andi eig­end­ur Hót­els Tinda­stóls eru hjón­in Selma Hjörv­ars­dótt­ir og Tóm­as H. Árdal en hótelið er nú rekið undir merkjum fyrirtækis þeirra, Arctic Hotels. Þau hjónin reka einnig sumarhótelið Miklagarð í húsnæði heimavistar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Einnig reka þau gistiheimili undir nafninu Gistiheimilið Mikligarður.

Þau hjónin hafa unnið að því undanfarin ár að koma gististöðunum sínum undir merki Vakans gæðastýringar og hafa nú fengið fyrst allra á Norðurlandi vestra þriggja stjörnu vottun fyrir Hótel Tindastól og tveggja stjörnu superior-vottun fyrir hótel Miklagarð. Stutt er í vottun fyrir gistiheimilið.

Selma og Tómas tóku við rekstri Hótels Tindastóls árið 2012 og hafa síðan þá hægt og bítandi sett sinn svip á staðinn.

„Við höfum gert ýmsar endurbætur, bjuggum til nýtt eldhús og færðum til og stækkuðum móttökuna. Við höfum líka endurnýjað rúm og innbú,“ segir Selma, en breytingarnar og endurbæturnar hafa komið í áföngum.

„Við reynum alltaf að gera eitthvað fyrir staðinn á hverju ári. Eitt árið skiptum við til dæmis um alla glugga í húsinu og þeir eru ekki fáir, alls 172. Það var einfalt rúðugler og þetta hélt hvorki vatni né vindum. Núna er tvöfalt gler í öllum gluggum en útliti er haldið upprunalegu þannig að gluggarnir virðast hafa einfalt gler þar sem lítið bil er á milli glerjanna.“

Hótel Tindastóll samanstendur af gamla húsinu og nýbyggingu sem bætt var við fyrir nokkrum árum. Gamla húsið tekur rúmlega 20 manns í gistingu og nýbyggingin annað eins. Heildar gistipláss er fyrir rúmlega 40 manns.

Að sögn Selmu eru Íslendingar meirihluti gesta yfir vetrarmánuðina, gjarnan þá fólk í einhvers konar vinnuferðum. Erlendum ferðamönnum hefur samt fjölgað yfir veturinn og á sumrin eru þeir í yfirgnæfandi meirihluta.

Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni arctichotels.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum