fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Kynning

Bryggjan Brugghús: HM-stemning í einstöku umhverfi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryggjan Brugghús kemur af fullum krafti inn í HM og býður gestum og gangandi upp á einstaka HM-stemningu á nýju bryggjunni sinni þar sem búið er að koma fyrir risaskjá. Þar eru gamla höfnin og fjöllin í baksýn.

„Bryggjan Brugghús er nú kannski ekki beint þekkt fyrir að vera sportbar svona alla jafna, heldur þvert á móti höfum við gert út á lifandi tónlist, geggjaðan mat og svo auðvitað kraftbjór sem er bruggaður á staðnum. En þegar ljóst var að Ísland færi á HM kom aldrei neitt annað til greina en að við myndum gera okkar og bjóða gestum upp á framúrskarandi aðstæður til áhorfsins,” segir Ásgeir Guðmundsson hjá Bryggjunni Brugghús en staðurinn ætlar að taka þátt í HM á sinn sérstaka hátt:

„Það kom sér aldeilis vel að við erum nýbúnir að standsetja þessa glæsilegu bryggju og þar höfum við nú komið fyrir þessum flennistóra skjá. Þarna getur fólk setið úti og notið fótboltans með glæsilegu baksýni. Allir leikir mótsins verða sýndir á skjánum úti og eru allir velkomnir á bryggjuna. Leikir Íslands verða svo einnig sýndir inni í Bruggsalnum á tveimur breiðtjöldum svo það er nóg pláss, bæði inni og úti.”

Þar sem leikir Íslands verða allir sýndir inni í Bruggsalnum skiptir engu máli hvernig viðrar, það verður alltaf hægt að horfa á leikina í dúndrandi HM-stemningu.

Nýr HM-bjór

„Þegar í ljós kom að leikir Íslands væru allir yfir miðjan daginn þá kom það í hlut bruggaranna okkar að búa til nýjan bjór sem hentar við tilefnið. Úr varð að bruggaður hefur verið sérlega auðdrekkanlegur breskur pale ale sem er tiltölulega lágur í áfengismagni og ætti fólk því að geta fengið sér nokkra án þess að verða til vandræða. Sumir myndu kalla þetta dagdrykkjubjór, enda er hann tilvalinn til slíkrar iðju,” segir Ásgeir um sérstakan bjór sem Bryggjan bruggar í tilefni HM.

„Hún Magga í eldhúsinu og hennar fólk standa svo vaktina og bjóða gestum upp á dýrindis veitingar með boltanum. Hægt verður að panta í hraðafgreiðslu kjúklingavængi, borgara, fisk og franskar á mjög hagstæðum verðum. En svo geta þeir sem hafa kannski minni áhuga á HM alltaf óskað eftir sæti inni á veitingastaðnum og pantað sér mat af okkar hefðbundna seðli, víðsfjarri látunum frá fótboltanum,” segir Ásgeir að lokum.

Bryggjan Brugghús er til hús að Grandagarði 8. Sjá nánar:

www.bryggjanbrugghus.is

www.facebook.com/bryggjanbrugghus

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum