fbpx
Lífsstíll

Aukahlutirnir gera KitchenAid að fjölbreyttasta eldhústækinu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 09:00

Hægt er að kaupa úrval aukahluta sem passa á flestar KitchenAid hærivélar og eru á góðu verði. Þannig má gera KitchenAid vélina að fjölbreyttasta eldhústækinu. Eftirtaldir aukahlutir eru í boði:

Hakkavél, grænmetisrifjárn, berjapressa, sítruspressa, ísgerðarskál, spíraljárn, grænmetissneiðari, ravíólítæki, pastagerðarvél og pastapressa. Einnig eru fáanlegir smærri aukahlutir eins og mismunandi gerðir af skálum og þeyturum, sem og hveitibraut.

Skálarnar fást í mismunandi stærðum en þær eru úr gleri, sandblásnu gleri og stáli.

Hakkavélina ættu flestir að þekkja en á hana má festa bakka og/eða stút sem auðveldar t.d. pylsu- eða kransakökugerð. Hakkavélina má nota fyrir bæði hrátt og eldað kjöt ásamt grænmeti og fleiru.

Nýjasti aukahluturinn er grænmetissneiðarinn sem hentar afar vel fyrir þá sem vilja auka grænmetisneyslu eða aðhyllast kolvetnaskert matarræði. Á grænmetissneiðarann má auðveldlega festa alskyns grænmeti eins og sætar kartöflur, kúrbít, epli eða annað sem þarf að skera í örþunnar sneiðar. Grænmetissneiðarinn virkar að flestu leyti eins og spíraljárnið nema úr honum koma örþunnar lengjur af sneiddu grænmeti/ávöxtum en spíraljárnið sker grænmetið í ræmur sem líkjast spaghetti.

Grænmetissneiðarinn hentar frábærlega til að gera lasagna-plötur úr kúrbít eða sætum kartöflum, eða til að gera fallegar vefjur, eplatertur og fleira.

Spíraljárnið er tilvalið til þess að nota grænmeti í staðinn fyrir pasta eða bara til þess að hressa upp á salatið með skemmtilega mótuðu grænmeti.

Ísgerðarskálin er einnig vinsæl viðbót. Hana þarf að frysta í 12-15 klst. fyrir notkun en eftir það gerir hún ísinn tilbúinn á 20 mínútum. Frábær aukahlutur fyrir þá sem vilja töfra fram heimagerðan ís, hvort sem það er gamli góði jólaísinn eða jafnvel hollari ís fyrir börnin yfir sumartímann.

Ekki má gleyma pastavélunum góðu sem hjálpa þér að töfra fram ferskt pasta á einfaldan hátt.

KitchenAid hrærivélin er því alls ekki bara hrærivél heldur má endalaust við hana bæta þannig að hún verði stöðugt í notkun, en til þess eru KitchenAid hrærivélarnar einmitt gerðar. Flestir hafa þær uppi á borðum hvort eð er, svo það um að gera að sanka að sér þeim aukahlutum sem gagnast heimilinu best og töfra fram glæsilega rétti, hratt og örugglega. Það besta er að KitchenAid mótorinn sér um alla handavinnuna fyrir þig og þú verður meistarakokkur á einni nóttu án þess að þurfa að standa yfir skurðarbrettinu heilu og hálfu dagana.

KitchenAid hrærivélarnar og aukahlutirnir fást í Raflandi, Síðumúla 4, og á rafland.is – https://www.rafland.is/products/aukahlutir-fyrir-hraerivelar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Gæludýr.is: Allt fyrir gæludýrið þitt á netinu og í fjórum glæsilegum verslunum

Gæludýr.is: Allt fyrir gæludýrið þitt á netinu og í fjórum glæsilegum verslunum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Detox-heilsufrí í Póllandi og á Íslandi

Detox-heilsufrí í Póllandi og á Íslandi
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Rauða serían eignast fjölmarga nýja lesendur með raf- og hljóðbókum

Rauða serían eignast fjölmarga nýja lesendur með raf- og hljóðbókum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Elding – hvalaskoðun: Kominn tími til að Íslendingar sjái hvalina sem synda rétt undan ströndum Reykjavíkur

Elding – hvalaskoðun: Kominn tími til að Íslendingar sjái hvalina sem synda rétt undan ströndum Reykjavíkur
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Grillað á staðnum og enginn þarf að vaska upp

Grillað á staðnum og enginn þarf að vaska upp