fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Kynning

Sturta.is: Lokaðir sturtuklefar koma í veg fyrir lekavandamál og húsamyglu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 11:26

Mygla og leki eru hvimleið og sífellt vaxandi vandamál í húsum. Að sögn Gunnars Magnússonar hjá Sturta.is eru orsakir myglu raki á baðherbergjum. „Fólk notar rennandi vatn og fer í sturtu svo miklu meira en áður fyrr og það þýðir miklu meiri raka í baðherberginu,“ segir Gunnar.

Gunnar selur lokaða sturtuklefa, þ.e. þeir eru ekki eingöngu með lokanlegum þiljum heldur toppi líka, þannig að lágmarks raki sleppur út úr sturtuklefanum og breiðist ekki um baðherbergið.

„Þetta lágmarkar myglu ekki bara í baðherberginu heldur í öllu húsnæðinu,“ segir Gunnar.

Fyrirtæki Gunnars, Sturta.is, er vefverslun en viðskiptavinum stendur einnig til boða að koma eftir samkomulagi í sýningarsal fyrirtækisins að Reykjavíkurvegi 64 (gengið inn að neðanverðu) í Hafnarfirði til að skoða sturtuklefana og fá upplýsingar og ráðgjöf, bæði um val á klefum og uppsetningu þeirra.

Lágmarks yfirbygging, hagstætt verð og hámarks þjónusta

Aðdragandann að starfsemi Gunnars má rekja aftur til ársins 2004 þegar hann vildi sjálfur festa kaup á lokuðum sturtuklefa. Þeir voru þá óhemju dýrir hér á landi og keypti hann því klefa beint frá framleiðanda erlendis. Setti hann í leiðinni upp póstverslun fyrir vini og kunningja og varð eftirspurnin þegar mikil.

Síðan þá hefur starfsemin vaxið og mótast. Staðan í dag er sú að fáir ef nokkrir aðrir aðilar  bjóða upp á lokaða sturtuklefa hér á landi. Sturta.is er því með sérstöðu á markaðnum og býður fram vöru sem er mikilvæg í baráttunni gegn lekavandamálum og húsamyglu.

Gunnar býður upp á hefðbundna hornklefa fyrir þá sem þess óska en leggur megináherslu á lokuðu klefana sem eru til í nokkrum gerðum, misdýrum og misíburðarmiklum. „Einfaldir lokaðir sturtuklefar kosta 150.000 krónur en síðan er ég með klefa upp í 300.000 krónur plús þar sem með fylgir baðker og eimbað. Það furðulega er að dýrari klefarnir seljast miklu betur,“ segir Gunnar.

Gunnar býður upp á uppsetningu klefanna og kostar hún 70.000 krónur fyrir viðskiptavini, allt að 100 km frá höfuðborgarsvæðinu. Fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni býður hann aksturinn á mjög sanngjörnu verði. Innifalið í uppsetningu er akstur með klefann til viðskiptavinar, uppsetning og förgun umbúða. Þá er tryggt að ekkert fari úrskeiðis og lágmarkstími fari í að gera baðherbergið klárt með nýrri sturtu. Þeir sem vilja setja upp klefana sjálfir geta fengið allar þær leiðbeiningar sem þeir óska hjá Gunnari og setur hann upp gátlista fyrir uppsetninguna sem gott er að fara eftir.

„Ég nýt þess að veita persónulega og góða þjónustu og mín besta launabót eru ánægðir viðskiptavinir,“ segir Gunnar en Sturta.is er rekin með lágmarksyfirbyggingu svo hægt sé að bjóða hágæða sturtuklefa á sem hagstæðustu verði.

Til að fá nánari upplýsingar og skoða sýningarsalinn er hringt í síma 565 5566 eða 856 5566. Vefsíða með vefverslun á sturta.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Betra Líf í jólaskapi: Hefur stutt við andlegan þroska í þrjá áratugi

Betra Líf í jólaskapi: Hefur stutt við andlegan þroska í þrjá áratugi
Kynning
Fyrir 2 dögum

Einstök upplifun í Hydra Flot Spa er uppáhaldsgjöfin í ár

Einstök upplifun í Hydra Flot Spa er uppáhaldsgjöfin í ár
Kynning
Fyrir 3 dögum

I Heildverslun: Snilldar heimilistæki sem einfalda þér og þínum lífið

I Heildverslun: Snilldar heimilistæki sem einfalda þér og þínum lífið
Kynning
Fyrir 3 dögum

Hversu snöggur er sprækasti 3cl bíll sem Gæi hefur kynnst upp í hundraðið?

Hversu snöggur er sprækasti 3cl bíll sem Gæi hefur kynnst upp í hundraðið?
Kynning
Fyrir 4 dögum

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands
Kynning
Fyrir 4 dögum

Skúli Craft Bar: Jólagjöf bjóráhugafólksins

Skúli Craft Bar: Jólagjöf bjóráhugafólksins
Kynning
Fyrir 4 dögum

Bíóhornið: Allir geta verið Spider-Man – en hver er bestur?

Bíóhornið: Allir geta verið Spider-Man – en hver er bestur?
Kynning
Fyrir 4 dögum

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin
Kynning
Fyrir 5 dögum

Heimilislíf: Tyrknesk handklæði og fleiri eðalvörur

Heimilislíf: Tyrknesk handklæði og fleiri eðalvörur