fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Valentínusargjafirnar handa herramanninum

Kynning

Skeggjadur.is

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skeggjadur.is er sérhæfð netverslun með áherslu á snyrtivörur fyrir herramenn. Eftirspurn eftir slíkum vörum hefur aukist gífurlega, segir annar eigandi síðunnar, Egill Jóhannsson, en hann og eiginkona hans, Margrét Ólöf, hafa rekið verslunina síðan um mitt síðasta ár. Þarna spilar inn í að skegg er mjög í tísku nú um stundir og eins og Egill segir: „Menn eru orðnir meðvitaðir um að snyrtilegt skegg er flottara skegg.“

Að sögn Egils eru þrír meginflokkar í skeggvörum: olíur, skeggnæring/vax og áhöld. „Olían kemur í veg fyrir húðþurrk með því að næra húðina og fyrir vikið losna menn yfirleitt við kláðann sem getur fylgt því að byrja að safna skeggi.“

Skeggjadur.is býður upp á vel á annan tug mismunandi skeggolía, allt frá lyktarlausri upp í mjög afgerandi lykt. „Smekkur manna er mjög mismunandi, sumir vilja sterka lykt í skeggið en aðrir vilja alls enga lykt – oft eru það þó konurnar sem velja lyktina handa þeim. Vinsælustu gerðirnar eru Gentleman’s Blend og Bay Rum hjá þeim sem vilja lykt en Viking Blend olían hjá þeim sem vilja ekki mikla lykt. Svo eru olíurnar með viðar- og sítruslyktinni alltaf klassískar.“

En hvað gera menn þegar skeggið hefur fengið að vaxa í töluverðan tíma? „Við fáum mjög oft fyrirspurnir um hvað sé best að nota til að halda skegginu mótuðu. Þá bendum við á balmið, það er algjör snilld bæði sem skeggnæring og til að halda því í horfinu. Skeggið verður mýkra og við stingum víst minna,“ segir Egill og hlær.

Þriðji flokkurinn er áhöld. „Ef ég ætti að mæla með einu góðu áhaldi til að hafa í baðskápnum hjá skeggjaða herranum, þá er það þéttur og góður skeggbursti. Hann bæði hálpar til við að dreifa olíu og næringu ásamt því að það verður auðveldara að móta skeggið þegar búið er að bursta það.“

Framúrskarandi skeggsnyrtivörur á Valentínusartilboði

Í tilefni Valentínusardagsins býður skeggjadur.is upp á þrjú frábær tilboð og er 25% afsláttur af eftirfarandi pökkum. Sjá nánar á skeggjadur.is/sett

Tilboð 1: Mjög góður skeggbursti með villisvínahárum – handgerður. Með fylgir skeggsjampó með frábærri lykt. Sjampóið þurrkar ekki húðina.

Tilboð 2: Vörur frá Kent, burstaframleiðanda sem hefur starfað frá árinu 1777: Raksápuskál úr viði með raksápu, raksápubursti og lítil greiða í vasann.

Tilboð 3: Greiða sem hægt er að leggja saman, tilvalin í vasann. Gentleman’s Blend olía og næring – vinsælasta lyktin frá GBS.

Allar nánari upplýsingar á skeggjadur.is. Verslunin sendir hvert á land sem er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum