fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Skautahöllin Laugardal – Skemmtileg stemning á jólum

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 9. desember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skautahöllin í Laugardal býður upp á skemmtilega stemningu á aðventunni og fram yfir áramót, jólatré er á miðju svellinu og jólalögin hljóma. Það er því tilvalið fyrir fjölskylduna að njóta skemmtilegra stunda saman á aðventunni og skella sér á skauta í höllinni.

Skautahöllin er fyrir alla og mjög vinsælt er að halda barnaafmæli þar, auk þess sem jólaball er haldið um miðjan desember. Æfingar fyrir börn og unglinga eru á vegum Skautafélags Reykjavíkur.

Jólaball

Þann 15. desember er jólaball í Skautahöllinni, en það er samstarf Skautahallarinnar og Skautafélagsins. Ballið er frá kl. 16.30-19.00 og kostar 1.500 kr. inn.

Afmæli
Vinsælt er að halda barnaafmæli í Skautahöllinni og verðið er hagstætt, 1.750 kr. á barn fyrir tveggja klukkustunda dagskrá ásamt pizzuveislu. Afmælistímar eru fimmtudaga kl. 17-19, laugardaga og sunnudaga kl. 13-15 og 15-17. Einnig er boðið upp á fleiri afmælistíma tengda jólaopnuninni.

Skautar eru ódýr og heilsusamleg afþreying fyrir alla fjölskylduna, verðið er 300 kr. fyrir leikskólabörn, 700 kr. fyrir börn 6-16 ára, 1.000 kr. fyrir fullorðna og frítt inn fyrir aldraða og öryrkja, skautaleiga er 500 kr. fyrir þá sem þurfa. Einnig eru hagstæðir fjölskyldupakkar í boði, 4.000 kr. fyrir fjóra með skautum.

Nýlega var sett upp nýtt loftræstikerfi í höllina, sem gerir hana mun hlýrri og þægilegri en áður fyrir gesti.

Skautahöllin í Laugardal er staðsett við Múlaveg 1, við hlið Húsdýra- og fjölskyldugarðsins. Allar upplýsingar má fá á heimasíðunni: skautaholl.is, í síma 588-9705 og á netfanginu skautaholl@skautaholl.is.

Myndirnar tók Ólafur Þórisson.

Opnunartímar um jól og áramót (setja í langt box)
3. des. kl. 13:00-14:30
4. des. kl. 13:00-14:30
5. des. kl. 13:00-14:30
6. des. kl. 13:00-14:30 og 17:00-19:30
7. des. kl. 13:00-14:30
8. des. kl. 13:00-17:00
9. des. kl. 13:00-17:00
10. des. kl. 13:00-14:30
11. des. kl. 13:00-14:30
12. des. kl. 13:00-14:30
13. des. kl. 13:00-14:30 og 17:00-19:30
14. des. kl. 13:00-14:30
15. des. kl. 13:00-16:00
15. des. kl. 16:30-19:00 – Jólaball – Aðgangur 1500 kr.
16. des. kl. 13:00-17:00
17. des. kl. 13:00-14:30
18. des. kl. 13:00-14:30
19. des. kl. 13:00-14:30
20. des. kl. 13:00-14:30 og 17:00-19:30
21. des. kl. 13:00-18:00
22. des. kl. 13:00-18:00
23. des. kl. 12:00-16:00
24. des. lokað/closed
25. des. lokað/closed
26. des. kl. 13:00 – 18:00
27. des. kl. 13:00 – 18:00
28. des. kl. 13:00 – 18:00
29. des. kl. 13:00 – 18:00
30. des. kl. 13:00 – 18:00
31. des. kl. 11:00 – 15:00
1. jan. lokað/closed
2. jan. kl. 13:00 – 18:00
3. jan. kl. 13:00 – 19:30
4. jan. kl. 13:00 – 14:30

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum