fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Kynning

Hornið á Akureyri: Skíðin í jólapakkann

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 7. desember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vetur konungur er svo sannarlega mættur norður á land með tilheyrandi snjókomu og látum. „Hér á Akureyri eru skíðaiðkendur í sjöunda himni og gjörsamlega trítilóðir í að komast í brekkurnar,“ segir Sveinn Guðmundsson í útivistarversluninni Horninu á Akureyri.

Hornið

Hornið
Karlaskíði.

Allt í skíðasportið

Í Horninu fæst bókstaflega allt til skíða- og brettaíþróttarinnar fyrir alla aldurshópa, byrjendur jafnt sem lengra komna. „Við erum með frábært úrval af svigskíðum og fjallaskíðum frá toppmerkjunum Elan og Völkl. Einnig erum við með frábær gönguskíði frá Peltonen. Svo erum við með gönguskíði og gönguskíðaskó frá Alpina, sem er jafnframt ráðandi í gönguskíðaskóm í dag. Ennfremur erum við með mjög vandaða svigskíðaskó frá Alpina, Dalbello og Salamon sem og Scarpa fjallaskíðaskó.

Hornið

Hornið
Flottir skíðaskór frá Alpina.

Þessu til viðbótar erum við með allan annan búnað sem þarf svo sem stafi, skíðahjálma, skíðagleraugu, bindingar, skíðatöskur og skíðapoka, svo fátt sé nefnt. Og að sjálfsögðu seljum við allan fatnað fyrir sportið þannig að skíðaunnendur þurfa einfaldlega ekki að leita lengra. Hér færðu allt sem þarf,“ segir Sveinn.

Hornið
Kvennaskíði.

Hornið

Hornið

Klassísk jólagjöf

Skíða- eða brettabúnaður er klassísk jólagjöf og hjá Horninu fæst allt frá skíðagleraugum upp í hágæða svigskíði. „Margar fjölskyldur stunda skíðaíþróttina saman og þá er tilvalið að hlaða skíðatengdum jólagjöfum undir jólatréð. Það hefur hvetjandi áhrif fyrir fjölskylduna að skella sér á skíði í jólafríinu og eyða þannig saman góðum samverustundum. Þetta er svo skemmtilegt og hollt sport,“ segir Sveinn.

Hornið
Barnaskíði.

Allt fyrir útivistina og gjafabréf

Hornið selur ekki eingöngu skíðabúnað heldur er um að ræða alhliða útivistarbúð. „Hér fást til dæmis mjög margar gerðir af gönguskóm á alla fjölskylduna, klifurbúnaður, áttavitar, reiðhjól, bakpokar, veiðibúnaður og ýmislegt annað sem freistar útivistarfríkið í fjölskyldunni. Ef þörf krefur er ekkert mál að koma og skipta út gjöfum sem henta ekki og svo fást að sjálfsögðu gjafabréf fyrir upphæðir að eigin vali,“ segir Sveinn og hvetur alla til þess að gefa útivistartengdar jólagjafir í ár.

Hornið

Nánari upplýsingar má nálgast á skidasport.is og utivistogveidi.is.

Verslunin er staðsett að Kaupvangsstræti 4, 600 Akureyri

Sími: 461-1516

Netpóstur: utivistogveidi@simnet.is

Hornið

Hornið

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum