fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Nýjung í fartölvum frá Asus – aukaskjár sem stýrir aðgerðum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zenbook Pro sem vakið hefur mikla athygli á fartölvusýningum um allan heim er nú komin í Tölvulistann. „Zenbook fartölvurnar hafa lengi notið vinsælda fyrir að vera léttar, flott hannaðar og öflugar en það er óhætt að segja að þessi fartölva marki ákveðin tímamót. Nýjungin felst í því að snertiflöturinn er jafnframt bjartur háskerpuskjár sem býður upp á marga skemmtilega notkunarmöguleika. Bæði er hægt að nota skjáinn til að auka afköst í vinnu með því t.d. að nota hann fyrir flýtiskipanir í Office forritunum, nota sem reiknivél, stjórna tónlistinni og svo ótal margt fleira,“ segir Gunnar Jónsson, markaðsstjóri Tölvulistans.

Tölvulistinn

Fartölva með ótal möguleika

Gunnar nefnir sem dæmi að með Asus Sync smáforritinu er hægt að tengja bæði Android og iPhone við nýja skjáinn. Þannig er hægt að fá tilkynningar úr símanum, svara skilaboðum með lyklaborðinu á fartölvunni eða spegla skjáinn á símanum í annan eða báða skjáina.


Myndbandið að neðan sýnir möguleika Zenbook Pro:


Fyrsta flokks skjár

„Skjárinn er skemmtileg viðbót sem bæði vekur athygli og hjálpar manni að vinna hraðar, en fyrst og fremst er þetta mjög öflug fartölva fyrir þau verkefni sem þarf að vinna,“ segir Gunnar. Zenbook Pro kemur með 8. kynslóðar Intel i7 örgjörva, stórum 512GB SSD diski og 16GB minni. 14“ skjárinn er svokallaður NanoEdge skjár með örþunnum skjáramma auk þess sem hann er sérstaklega skýr með Pantone vottun fyrir myndvinnslu. Zenbook Pro er með öflugum GeForce GTX 1050 grafíkkjarna, miklum tengimöguleikum og langri rafhlöðuendingu.


Zenbook Pro fæst í Tölvulistanum á kr. 299.995 og hægt að skoða hana á Suðurlandsbraut og Glerártorgi.

Tölvulistinn


Í þessu myndbandi má sjá betur hvernig hægt er að nýta sér möguleikann til að tengja símann og Zenbook Pro með Asus Sync:

Nánari upplýsingar má nálgast á www.tl.is 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum