fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Kynning

Lömbin geta ekki þagað

Kynning
Ólafur Sveinn Guðmundsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 11:32

Herborg Svana og Birgir Rafn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lömbin geta ekki þagað!

Hér um kvöldið skrapp ég í Fjárhúsið en ég hafði heyrt að þar væri að fá töluvert öðruvísi hamborga ef ekki þann besta í bænum. Lambahamborgarann Móra. Bæjarins besta vilja sumir meina.

Fjárhúsið er staðsett í Matarmarkaðinum úti á Granda og ber nafn með rentu því  þetta er eini matsölustaðurinn á landinu þar sem eingöngu er lamb á matseðlinum.

Svo skrítið sem það kann að virðast, á okkar ástkæra útskeri, þar sem við höfum hímt í kulda og trekk með sauðkindinni í hartnær 1200 ár þá hefur lambakjöt varla verið á matseðlum veitingahúsanna fyrr en núna undanfarin ár.

Þetta er sérstakt og það sama má segja um „þjóðarfiskinn“ okkar, ýsuna, sem ansi mörg okkar erum alin upp á, hana er varla að finna á matseðlum landsins.

En hér var ég sem sagt kominn í Fjárhúsið til að prófa þennan sérstaka og þjóðlega hamborgar sem svo miklar sögur fara af.

Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti hamborgurum gerðum úr lambakjöti en oftast eru þeir illa heppnaðir. Yfirleitt með of krefjandi bragði og þurrir undir tönn.

Móri er sér á báti
En núna var Bleik brugðið og ekki átti ég von á þessu. Borgarinn Móri er algjörlega sér á báti og er töluvert langt frá því sem búast mátti við, hann kom skemmtilega á óvart.

Móri er passlega safaríkur og mjúkur, bragðgóður með skemmtilegri blöndu af brakandi stökku grænmeti og toppaður með reyktu lamba beikoni. Til hliðar var síðan íslenskt smælki og bragðgóð kryddjurtasósa.

Borgarinn var aldeilis frábær og ég veit að á matseðlinum eru fleiri spennandi réttir úr íslensku lambakjöti að sjálfsögðu. Mæli eindregið með að fólk fylki liði og skundi niður á Granda og fái sér einn Móra.

 

Niðurtalning hafin að jóla grillveislu Fjárhússins
Flest vita hvað gerðist í fjárhúsinu í borg Davíðs á jólanóttu fyrir nokkuð löngu síðan. Aftur á móti eru færri sem vita hvað gerist Fjárhúsinu úti á Granda í borg Dags um helgar fram að jólum.

Slegið verður upp grillveislu í Fjárhúsinu þar sem í boði verður heilgrillað lamb, „heima bruggaður“ bjór og að sjálfsögðu ótrúlegur góður ís úr Efstadal, sem er víst allgjört sælgæti. Fyrstir koma, fyrstir fá.  Verði okkur að góðu

Heimasíðan er: http://www.sheephouse.is/?fbclid=IwAR2AcvXCHSisQdT5RUrKLPyF1IZTzdwX0ee7B2NQT0uKOhOQsN8JLCxKBuY

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu
Kynning
Fyrir 1 viku

Vertu með öryggið í lagi með Edico

Vertu með öryggið í lagi með Edico
Kynning
Fyrir 1 viku

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir
Kynning
Fyrir 1 viku

Háskaleikarnir 2019: Dalur dauðans, ærsladraugar og hrollvekjur – Þorir þú að taka þátt?

Háskaleikarnir 2019: Dalur dauðans, ærsladraugar og hrollvekjur – Þorir þú að taka þátt?
Kynning
Fyrir 1 viku

Uppbyggilegt ferðalag frá Jobsbók til Bob Dylans

Uppbyggilegt ferðalag frá Jobsbók til Bob Dylans
Kynning
Fyrir 2 vikum

Aukin þægindi fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga

Aukin þægindi fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga
Kynning
Fyrir 2 vikum

Leiftur verslun – Börnin eru örugg í Axkid-barnabílstólunum

Leiftur verslun – Börnin eru örugg í Axkid-barnabílstólunum