fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Kynning

Ískalt „leyndarmál“ vestur í bæ

Kynning
Ólafur Sveinn Guðmundsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ískalt „leyndarmál“ vestur í bæ

Ég er mikill áhugamaður um ís, rjómaís, mjólkurís, heimagerðan, ítalskan og allskonar ís. Mér finnst fátt betra en að setjast niður með góðan ís og njóta stundarinnar.

Við Íslendingar erum miklir „ísfíklar“og eiginlega stórfurðuleg þessi ísneysla í okkar kalda landi en það er önnur saga.

Mér var bent á að nánar tiltekið á Eiðistorginu væri alveg einstakt kaffihús, Arna ís- og kaffibar sem er bæði kaffihús og ísbúð.

Þar er boðið upp á laktósafrían ís og ekki nóg með það heldur er allt vöruúrval laktósafrítt; kaffidrykkir og bakkelsi.

Flott bakkelsi

Vinnufélagi minn sagði mér einnig að það hefði veitt þeim hjónum mikið frelsi að uppgötva Örnu. Yngsta barnið þeirra sé nefnilega með vott af mjólkuróþoli og ísbíltúrinn hafi alltaf verið bölvað vandamál.

Hjá Örnu er úrvalið einfaldlega það gott og spennandi, eða vel yfir 20 bragðtegundir, að nú færu þau aldrei neitt annað. Vandamálið er leyst.

„Ekki nóg með það, þá finnst mér Arna vera með besta ís bæjarins að öllum öðrum ólöstuðum„Þau eru líka með mikið úrval glúteinlaustu bakkelsi, sem við erum líka hrifin af“.

Nákvæmlega sama bragðið
Arna framleiðir eingöngu laktosfríar mjólkurvörur. Þetta er einfaldlega í takt við það sem er að gerast í dag og síðan eru margir með mjólkuróþol.

Allur ís er ekta rjómaís og mikill metnaður í framleiðslunni, þetta er bara svo frábært og leysir svo mörg vandamál að hafa ísinn laktósalausan, því fyrir okkur hin þá skiptir þetta ekki nokkru máli, bragðið er nákvæmlega það sama.“

Arna Ís- og kaffibar er staðsettur á Eiðistorgi 15 á Seltjarnarnesi

Opnunartími er frá 09:00-21:00 virka daga
Opnunartími um helgar er frá 10:00-18:00

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum