Mánudagur 17.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Lífsstíll

Þrif og ræstivörur: Fágæt sérþekking og persónuleg þjónusta

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. desember 2018 14:00

Þrif og ræstivörur er um margt afar áhugavert fyrirtæki með mikla sérstöðu. Fyrirtækið er á Akureyri og rekur annars vegar sérverslun með efni og tæki til hreingerninga og veitir hins vegar víðtæka og fjölbreytta ræstinga- og hreingerningarþjónustu til fyrirtækja og einstaklinga.

Verslunin er að Frostagötu 4C og er opin virka daga milli kl. 8 og 16. Þar er meðal annars að finna hinar þekktu Evans hreinsivörur frá Bretlandi og margvísleg önnur hreinsiefni. Þar eru einnig margs konar áhöld, vélar og tæki til ræstinga: tuskur, svampar, sköft, skúringavagnar og skúringafötur með vindum. Af öðrum vörum má nefna pappír, pappírsstanda og sápuskammtara frá hinum virta merki Katrin.

Enn fremur er mikið úrval af ryksugum, gólfþvottavélum o.fl. undir hinu klassíska Nilfisk-merki til sölu í versluninni, sem og hreingerningarvélar frá þýska framleiðandanum Kärscher – en þar ber hæst afar vinsæla vél til heimilisnota sem bæði skúrar og ryksugar.

Kärscher vélin sem bæði skúrar og ryksugar - hefur slegið í gegn hér á landi
Kärscher vélin sem bæði skúrar og ryksugar – hefur slegið í gegn hér á landi

„Helsta sérstaða verslunarinnar er kannski sú að þar starfar fólk sem er að vinna með þessa hluti alla daga þannig að viðskiptavinir fá mjög sérhæfða ráðgjöf um val og notkun á efnum og tækjum. Þetta er eitthvað sem fólk fær ekki annars staðar. Mörg sterk hreinsiefni eru ekki fyrir alla og þú getur skemmt meira með þeim en gert gagn. Það er mikilvægt að velja rétta vöru sem hentar í viðkomandi verkefni. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr persónulegri og góðri þjónustu,“ segir Sveinn Rúnar, annar eigenda fyrirtækisins, en hinn eigandinn er eiginkona hans, Birna Böðvarsdóttir.

Starfsemi Þrifa og ræstivara hefur vaxið mikið í gegnum árin en fyrirtækið sinnir daglegum ræstingum og hreingerningum fyrir hina ýmsu aðila, stóra og smáa, fyrirtæki jafnt sem einstaklinga og heimili. Starfsmenn eru nú um 120 talsins, allt í allt.

Starfsemin nær víða út fyrir Akureyri: „Við veitum þjónustu alveg austur á firði og vestur fyrir Blönduós. Við erum með föst ræstingarverkefni á Akureyri, Húsavík, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, í Mývatnssveit og víðar.“

Nilfisk stenst tímans tönn
Nilfisk stenst tímans tönn

Sveinn Rúnar segir þörfina mikla og er lögð mikil áhersla á faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu í hreingerningum, viðhaldi gólfefna og öðrum sérverkefnum. Fyrirtækið sinnir margs konar vandasömum sérverkefnum en Sveinn Rúnar telur að sú sérþekking sem fyrirtækið búi yfir á þessu sviði sé fágæt.

Meðal stórra viðskiptavina Þrifa og ræstivara er Samkaup en fyrirtækið hefur séð um ræstingar fyrir allar verslanir Samkaupa á Norðurlandi í 12 ár. Einnig má nefna Samherja, Akureyrarbæ, Norðlenska, Íslandsbanka, Sjúkrahúsið á Akureyri, Mjólkursamsöluna og Eimskip.

„Við höfum líka sérhæft okkur mjög í tækjabúnaði til að þjónusta tryggingafélög í tjónamálum,“ segir Sveinn Rúnar. „Við erum vel búnir tækjum til að glíma við afleiðingar vatnstjóns, erum t.d. með rakabúnað, skilvindur, blásara og fleira sem til þarf. Einnig erum við sérhæfð í að fást við brunatjón, t.d. með búnaði og tækjum til að fást við þrif eftir bruna og eyða lykt.“

Að sögn Sveins Rúnars eru verkefnin óþrjótandi en mikil áhersla er lögð á að viðhalda þeirri persónulegu þjónustu með faglegri ráðgjöf við viðskiptavini sem ávallt hefur einkennt starfsemi fyrirtækisins þrátt fyrir að það stækki og umsvifin aukist.

Nánari upplýsingar um starfsemina veitir Sveinn Rúnar í síma 865-2425 en einnig er að finna upplýsingar á Facebook-síðunni Þrif og ræstivörur sem og á heimasíðunni thrif.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Í gær

Kemst fallegasta aflraunaskessan í aftursætið á Ford Ecosport?

Kemst fallegasta aflraunaskessan í aftursætið á Ford Ecosport?
Lífsstíll
Í gær

I Heildverslun: Snilldar heimilistæki sem einfalda þér og þínum lífið

I Heildverslun: Snilldar heimilistæki sem einfalda þér og þínum lífið
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Snöggur og snar á brautinni

Snöggur og snar á brautinni
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Ævintýraleg ferðasaga um HM ferðalagið

Ævintýraleg ferðasaga um HM ferðalagið
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Eldhústöfrar: Frábær jólagjöf – allt öðruvísi blandari

Eldhústöfrar: Frábær jólagjöf – allt öðruvísi blandari
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Saga forlag: Íslendingasögurnar í glæsilegri viðhafnarútgáfu

Saga forlag: Íslendingasögurnar í glæsilegri viðhafnarútgáfu
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Ostur er sjálfsagður veislukostur

Ostur er sjálfsagður veislukostur
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Wrangler – gallabuxur í meira en öld

Wrangler – gallabuxur í meira en öld