fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Kynning

Tónlistarskóli FÍH: Tónlistarkennarar í fremstu röð

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 29. desember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarskóli FÍH er fyrsti skólinn á Íslandi sem hóf kennslu í rytmísku námi, þ.e. öðru námi en klassísku tónlistarnámi, og var lengi vel eini skólinn hérlendis sem kenndi það. Skólinn hefur verið leiðandi frá upphafi í rytmískri kennslu eða allt frá áttunda áratugnum. Skólanum var í byrjun skipt upp í almenna námsdeild með hefðbundnu sniði, jazzdeild eða rytmíska og svo fullorðinsfræðsludeild. Síðar var kerfið einfaldað og skipt var upp í undirbúningsdeild og svo framhaldsdeild fyrir lengra komna, þar sem í boði var sígilt, jazz- og svo rokknám.

FÍH

Námið sniðið að þörfum nemandans

„Í dag er þetta aðeins opnara. Grunnurinn á hljóðfæri þarf að vera góður hvort sem um er að ræða rytmíska eða klassíska tónlist og í dag hægt að byrja strax að læra rytmískt ef fólk vill það. Svo þarf heldur ekkert endilega að velja þegar maður er að byrja, heldur er nemendum frjálst að máta sig við ýmsar tónlistarstefnur eftir því sem þeim hentar. Námið er sniðið að þörfum nemandans og skólinn leggur ríka áherslu á samspil og samvinnu nemenda,“ segir Snorri Sigurðarson aðstoðarskólastjóri.

 

Fjölbreytileiki í hljóðfæravali

Það er öllum frjálst að sækja nám í skólann, hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna. „Þó er hægt að sækja um að læra á hvaða hljóðfæri sem er. Ef það er ekki kennari starfandi við skólann sem kennir á viðkomandi hljóðfæri þá finnum við kennara. Það er meðal annars einn nemandi að læra á mandólín í skólanum,“ segir Snorri.

 

Kennarar eru tónlistarmenn í fremstu röð

„Kennaralið skólans hefur alltaf verið skipað tónlistarfólki í fremstu röð sem gefur nemendum okkar ákveðið forskot. Tónlistarskóli FÍH hefur enda útskrifað eða kennt stórum hluta þeirra tónlistarmanna sem hafa atvinnu í popp-, rokk- og jazzgeiranum. Einnig er skólinn búinn fullkomnu hljóðveri og höfum við tekið upp mikið magn tónleika í gegnum tíðina. Nemendur okkar hafa að sjálfsögðu notið góðs af því,“ segir Snorri.

Á næstu önn verður boðið upp á átta vikna námskeið fyrir byrjendur á aldrinum 12–18 ára. „Við ætlum að kenna í hópum á bassa, gítar, trommur og píanó og setja þau saman í samspil. Þetta er virkilega skemmtilegt og gott grunnnámskeið fyrir krakka sem elska tónlist og hafa áhuga á að prófa tónlistarnám,“ segir Snorri.

Opið er fyrir umsóknir á vorönn á heimasíðu skólans: tonlistarskolifih.is/index.php/umsoknir

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu skólans http://tonlistarskolifih.is/

Tónlistarskóli FÍH er staðsettur að Rauðagerði 27, 108 Reykjavík.

Sími: 588-8956

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum