fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Kynning

Tónastöðin Skipholti: Rótgróin en síung

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 21. desember 2018 14:00

Frá því hjónakornin Andrés og Hrönn stofnuðu fjölskyldufyrirtækið Tónastöðina árið 1987 hafa þau aðstoðað tónlistarmenn, jafnt unga sem aldna, við val á hljóðfærum og nótum, fyrst við Óðinstorg en seinustu 15 árin að Skipholti 50d þar sem verslunin er til húsa. „Þetta er ein elsta hljóðfæraverslun landsins og stundum grínast ég með að við eigum líklega elstu kennitöluna í bransanum,“ segir Andrés.

Þekking og reynsla

Á þeim árum sem Tónastöðin hefur verið starfrækt hefur skapast mikil reynsla og þekking hjá í fyrirtækinu. „Allir sem hér starfa eru með yfirgripsmikla þekkingu og hafa annaðhvort kennt lengi eða starfað lengi í þessum bransa. Við aðstoðum alla sem hingað koma, jafnt áhugamenn sem atvinnumenn, í öllu sem viðvíkur tónlistariðkun,“ segir Andrés.

Það besta verður ávallt ódýrast

Í dag kostar furðulítinn pening að koma sér upp góðum búnaði til þess að að spila og taka upp tónlist og ættu flestir sem hafa áhuga á að geta gert það. „Við höfum líka alltaf lagt ríka áherslu á gæði ekki síður en gott verð. Kjörorð okkar eru enda þau að það besta verður ávallt ódýrast, því bestu kaupin eru í hlutum sem endast og reynast vel í langan tíma,“ segir Andrés og bendir á að hljóðfæri og upptökubúnaður séu gjafir sem endist og séu því margfaldlega peninganna virði: „Góðir íþróttaskór kosta tugi þúsunda og endast árið en góður gítar getur enst alla ævi.“

 

Andrés bendir á að hljóðfæri í Tónastöðinni séu almennt á góðu verði  miðað við löndin í kring. „Kennarar hafa m.a. komið frá Noregi og Skotlandi til að kaupa nótnabækur og segjast hvergi komast í betri nótnaverslanir í sínum heimalöndum. Einnig kaupa ferðamenn töluvert af hljóðfærum, þá sérstaklega dýrari hljóðfæri.“

Aldrei og seint eða of snemmt að byrja að læra

Andrés bendir á það sé mikilvægt að offjárfesta ekki þegar tónlistamenn taka fyrstu skrefin, en jafnframt að gæðin verði að vera nógu mikil til að þeir verði ekki fyrir vonbrigðum. „Við leggjum áherslu á að þjónusta alla, börn, byrjendur og lengra komna á öllum aldri. Hér er til dæmis gott úrval af hljóðfærum sem eru sérsniðin fyrir börn þ.e. eru í réttum hlutföllum við stærð barnanna. Að sjálfsögðu ráðleggjum við foreldrum hvað passar hverju barni hvað varðar gæði og stærð,“ segir Andrés.

Tónastöðin er einnig með gott úrval af hljóðfærum fyrir örvhenta. „Viðskiptavinir Tónastöðvarinnar eru á öllum aldri, jafnt ungir sem aldnir. Þetta fólk er mjög mislangt komið í tónlistinni og okkur finnst sérstaklega gaman að fá eldra fólk hingað, sem hefur kannski aldrei snert hljóðfæri, og er að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni,“ segir Andrés og bendir á að það sé aldrei of seint að byrja að læra.

Gífurlegt úrval og góð þjónusta

„Við erum stolt af því að eiga mesta úrval af nótnabókum á landinu. Hér fást margar þúsundir titla og ættu flestir geta fundið nótur að uppáhaldslögunum sínum. Hér fást líka allar tegundir hljóðfæra. Við erum með trommur, píanó, gítara, rafmagnsgítara, upptökutæki, magnara og svo margt fleira, úrvalið hefur aldrei verið meira.“

Hvað á svo að gefa í jólagjöf?

Fyrir þá sem eru farnir að hugsa til hátíðanna þá eru gjafabréf í Tónastöðinni ávallt vinsæl enda svo margt til þar sem gleður tónlistarmenn og tónlistaráhugafólk. Gjafabréfin er hægt að fá með upphæð að eigin vali. Einnig er auðvelt að skipta út vörum ef það heppilegasta hefur ekki verið valið.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á www.tonastodin.is og á Facebook-síðunni Tónastöðin

Skipholti 50d, Reykjavík,

Sími: 552-1185

Netfang: tonastodin@tonastodin.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Kombucha: Hollur og svalandi gosdrykkur með magnaða sögu

Kombucha: Hollur og svalandi gosdrykkur með magnaða sögu
Kynning
Fyrir 4 dögum

Oliner System Ísland: Lítil inngrip í fóðrun frárennslislagna

Oliner System Ísland: Lítil inngrip í fóðrun frárennslislagna
Kynning
Fyrir 1 viku

Drenlagnir ehf: Grunnurinn að góðu húsi

Drenlagnir ehf: Grunnurinn að góðu húsi
Kynning
Fyrir 1 viku

Intact startgeymar: Fyrsta flokks rafgeymar á góðu verði

Intact startgeymar: Fyrsta flokks rafgeymar á góðu verði
Kynning
Fyrir 1 viku

Mjög löng frakt? Ekkert mál fyrir Fraktlausnir

Mjög löng frakt? Ekkert mál fyrir Fraktlausnir
Kynning
Fyrir 1 viku

Orkufell: Hlöðum rafbílinn rétt

Orkufell: Hlöðum rafbílinn rétt
Kynning
Fyrir 1 viku

Würth: Gæðin oft ódýrari þegar upp er staðið

Würth: Gæðin oft ódýrari þegar upp er staðið
Kynning
Fyrir 1 viku

CARWASH.IS: Bíllinn verður eins og nýr

CARWASH.IS: Bíllinn verður eins og nýr