fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Listasafn Reykjavíkur: Myndlist í skammdeginu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 2. desember 2018 18:00

Verk Ingólfs Arnarssonar af sýningunni Jarðhæð eða Ground Level.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listasafn Reykjavíkur telur þrjú listasöfn. Það eru Hafnarhúsið við Tryggvagötu, Ásmundarsafn við Sigtún og svo Kjarvalsstaðir við Flókagötu. „Við skiptum ört um sýningar og í dag eru átta sýningar í gangi. Það hafa alls verið átján sýningar í söfnunum þetta árið og fleiri á döfinni. Því ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Áslaug Guðrúnardóttir, kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur.

Litaþema

„Í Hafnarhúsi eru fjórar ólíkar sýningar sem sameinast í þemanu „litur“. Fyrst má nefna verk eftir Erró. Sýningin nefnist Svart og hvítt og samanstendur af ólíkum verkum sem eru öll svarthvít. Þau tengjast þemanu með því að vera laus við lit,“ segir Áslaug.

Svart og hvítt. Erró.

Verk á sýningu Ingólfs Arnarssonar, Jarðhæð, tengist þemanu að því leyti að verkin virðast við fyrstu sýn litlaus, en þegar betur er að gáð má greina daufa litatóna. Sýningin Litur: Skissa II samanstendur svo af nýlegum verkum úr safneign listasafnsins. „Verkin eru öll í lit og virka sem mótvægi við Errósýninguna,“ segir Áslaug.

Sólveig Aðalsteinsdóttir. Án titils. 1993.

 

Andstæður á Kjarvalsstöðum

Á Kjarvalsstöðum standa yfir tvær sýningar. Annars vegar er sýning á málverkum Kjarvals sem heitir …lífgjafi stórra vona og samanstendur af landslagsmyndum og málverkum af fólkinu hans Kjarvals. „Þar er til dæmis málverk af leigubílstjóranum sem keyrði Kjarval alltaf upp á Þingvelli. Myndirnar segja sögu Kjarvals á skemmtilegan hátt,“ segir Áslaug. Hins vegar er yfirlitssýning á verkum Haraldar Jónssonar. Sýningin spannar 30 ára feril og heitir Róf og er skemmtileg andstæða við hefðbundin málverk Kjarvals.

Jóhannes. S. Kjarval. Esja í febrúar.


Verk sem flæða

„Haraldur er flinkur að tengja verkin við sýningargesti og umhverfið. Hann fékk íbúa á Flókagötunni til þess að byrgja glugga sína með lituðum gluggatjöldum frá honum og þannig flæða listaverkin út úr safninu, yfir götuna og inn í einkarýmið. Einnig flæðir verk út úr safninu á völdum sunnudögum þegar gestum gefst kostur á að láta taka úr sér blóð og fá það með sér heim. Þannig fer listaverkið inn í, og út úr manneskjunni og hún verður partur af verkinu. Verkið heitir Blóðnám. Fyrir utan safnið eru svo tvö hljóðverk sem ég hvet gesti og gangandi til að koma og hlusta á,“ segir Áslaug.

Innrás í Ásmundarsafn

Í Ásmundarsafni stendur nú yfir sýning á höfundarverki Ásmundar Sveinssonar frá upphafi. Enn fremur hefur fjórum listamönnum verið boðið að koma og gera listræna innrás inn í sýningarrýmið. Síðasta innrásin stendur nú yfir og er í höndum Margrétar Helgu Sesseljudóttur og nefnist Innrás IV.

List fyrir fólkið. Ásmundur Sveinsson.

Spennandi viðburðir

Það er alltaf eitthvað um að vera í söfnunum og margs konar viðburðir í gangi. Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði klukkan 20.00 er Hafnarhúsið til dæmis með kvöldstund fyrir þá sem vilja kynna sér betur myndlist í nútímanum. „Við bjóðum öllum sem hafa áhuga að koma og fá heiðarleg svör við því sem þeim liggur á hjarta varðandi myndlist í samtímanum. Við viljum víkka sjóndeildarhring sem flestra og okkar vilji er að myndlist sé fyrir alla,“ segir Áslaug.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á http://listasafnreykjavikur.is/

Netpóstur: listasafn@reykjavik.is

Hafnarhús

Tryggvagata 17

Sími: 411-6400

Opið: 10–17, fimmtudaga 10–22

Kjarvalsstaðir

Flókagata 24

Sími: 411-6420

Opið: 10–17

Ásmundarsafn

Sigtún

Sími: 411-6430

Opið: maí–september 10–17

október–apríl 13–17

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum