fbpx
Sunnudagur 16.desember 2018
Lífsstíll

Lespúsl Þórarins Eldjárns: Smáskammtalækningar handa leslausum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 2. desember 2018 16:00

Þórarinn Eldjárn

Það er flestum bókaunnendum ljóst að höfundarverk Þórarins Eldjárs er ekki smátt í sniðum, enda hefur komið út eftir hann fjöldinn allur af skáldsögum, smásögum, ljóðum, barnaljóðum, þýðingum og fleiru á 45 ára ferli. „Bókaútgáfunni Gullbringu er nú um stundir aðallega ætlað að endurútgefa höfundarverk mitt, gefa út ófáanlegt efni sem fólk hefur verið að spyrja um. Margt hefur komið út einu sinni og fæst hvergi lengur. Nú verð ég við ósk lesenda minna og við höfum valið smásögur, ljóð og fleira sem eiga sameiginleg umfjöllunarefni eða form og gefið út saman í bókaröð sem kallast Lespúsl,“ segir Þórarinn.

Gullbringa
Landnámur

Kápurnar á Lespúsl bókunum eru hannaðar af grafíska hönnuðinum Sigurði Oddssyni og vöktu verðskuldaða athygli á síðastliðnum Hönnunarmars. Þegar þeim er raðað rétt saman mynda kápurnar bókstaf úr stafrófinu. Fyrstu fjórar bækurnar mynda þannig bókstafinn a, og svo munu aðrir bókstafir birtast smám saman. Bækurnar eru litlar og handhægar, tilvaldar að lesa á ferðalögum, eða hvar sem er.

Gullbringa
Sonnettur

Lespúsl a samanstendur af fjórum bókum:

Vaxmyndasafnið er smásaga þar sem sögð er saga vaxmyndasafnsins sem haft var til sýnis í Þjóðminjasafninu fram undir 1970. Landnámur inniheldur þrjár smásögur sem eiga allar það sameiginlegt að fjalla um einhvers konar landnám á fremur sérstakan hátt. Sonnettur er eins og nafnið gefur til kynna ljóðabók, og þar má finna allar sonnettur Þórarins frá ýmsum tímum. Loks er Ævintýri sem geymir fjórar smásögur í ævintýrastíl.

Gullbringa
Lespúsl a

Handhægar jólagjafir

„Ég vildi gera þetta svona; gefa út margar litlar bækur sem eru auðveldar í lestri og mynda eina heild í stað stórra óhentugra doðranta. Svo eru þessi kver líka tilvalin sem jólagjafir,“ segir Þórarinn.

Gullbringa

Erlendar þýðingar

Þórarinn er staddur úti í Svíþjóð á bókmenntahátíð í Åmål þar sem hann er að kynna nýja sænska þýðingu á bók sinni Landnámur. Bókin er einnig til í þýðingu á ensku, þýsku, dönsku og frönsku. „Þýðingarnar hafa fengið bókstafinn Þ og henta vel til gjafa fyrir þá sem eiga erlenda vini hér heima eða í útlöndum og langar að kynna þeim íslenskar bókmenntir. Bækurnar passa auðveldlega í póstumslag og eru léttar þannig að það kostar ekki formúu að póstsenda þær milli heimshorna,“ segir Þórarinn.

Gullbringa
Landnámur á sænsku

Bækurnar má nálgast í öllum betri bókabúðum landsins og einnig á netinu:   https://gullbringa.is/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Skák og mát
Lífsstíll
Í gær

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!
Lífsstíll
Í gær

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Snarlúkkar þessi kerra!

Snarlúkkar þessi kerra!
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Hans og Gréta: Ævintýraleg vefverslun fyrir alla aldurshópa

Hans og Gréta: Ævintýraleg vefverslun fyrir alla aldurshópa
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Gefðu fallega handgerða muni í jólagjöf frá Netgjöfum

Gefðu fallega handgerða muni í jólagjöf frá Netgjöfum
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Þú færð skötuna hjá Sætoppi: Stór og flott gráskata – nóg af saltfiski líka

Þú færð skötuna hjá Sætoppi: Stór og flott gráskata – nóg af saltfiski líka
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

LG OLED er rétta sjónvarpið fyrir þig

LG OLED er rétta sjónvarpið fyrir þig