fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Amikat: Vönduð dagatöl og vatnslitamyndir sem prýða veggi heimilisins

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 17. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagatal 2019 með umbununarkerfi

Dagatalið frá Amikat er hin mesta heimilisprýði en það hannaði listamaðurinn Íris Halldórsdóttir ásamt vinkonu sinni, Dagnýju Skarphéðinsdóttur, grafískum hönnuði. Dagatalið hefur að geyma tólf gullfallegar vatnslitamyndir með skemmtilegu dýraþema og er gott pláss fyrir hvern dag sem hægt er að skrifa inn í. Vatnslitamyndirnar eru ævintýralegar með skemmtilegum sirkusdýrum og fallegum fjöðrum. „Dagatölin falla sérstaklega vel í kramið hjá barnafjölskyldum. Margar stelpur eru að klippa myndirnar út eftir hvern mánuð og hengja upp í herberginu sínu. Einnig fylgja með tvær sérmálaðar límmiðaarkir með skemmtilegum límmiðum fyrir alls konar tilefni. Á meðal límmiðanna eru 24 stjörnur sem tilvalið er að nota sem umbununarkerfi fyrir börnin eða húsbóndann á heimilinu,“ segir Íris og hlær.

Amikat

Amikat

Vandaðar eftirprentanir og fallegar nælur

Íris selur einnig fallegar og vandaðar eftirprentanir af ýmiss konar vatnslitamálverkum. „Nýlega setti ég í sölu eftirprentun af einhyrningi sem ég málaði af íslenskum hesti sem ég setti í örlítið meira töfrandi búning. Myndin er prentuð í takmörkuðu upplagi og fæst afhent bæði í hvítum ramma og í viðarhengi og hentar í jólapakkann hjá ævintýraunnendum,“ segir Íris.

Amikat

Einnig eru til skemmtilegar eftirprentanir af pöndu og ref og hefur Íris framleitt nælur með þeim myndum auk þess sem hún selur hálsmen með pöndunni. „Þessar smávörur hafa oftar en ekki ratað í poka jólasveinsins eða sem vinkonugjafir í skólanum,“ segir Íris.

Amikat
Vörurnar má nálgast á heimasíðunni www.amikat.is og er boðið upp á fría heimsendingu á öllum vörum.

Facebook: amikatdesign
Instagram: amikatdesign

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum