fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Ævintýraleg ferðasaga um HM ferðalagið

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 14. desember 2018 18:39

HM í Rússlandi - íslenskir aðdáendur fyrir framan Rauða Torgið / Kremlin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég byggi söguna upp sem dagbók, segi frá hverjum degi fyrir sig en leyfi mér reyndar um leið að velta vöngum og láta hugann reika til baka til þess tíma sem ég var íþróttafréttamaður, ber saman landsliðið þá og nú og hvernig staðið var að málum á árum áður,“ segir Skapti Hallgrímsson blaðamaður, sem sendi í haust frá sér bókina Ævintýri í Austurvegi – Strákarnir okkar á HM í Rússlandi, þar sem hann fjallar um þátttöku íslenska landsliðsins á HM í fótbolta í sumar.

Tindur

Skapti fylgdi landsliðinu allan tímann í Rússlandi og lýsir í bókinni upplifun sinni af keppninni, fjallar ítarlega um leiki Íslands og lýsir fjölbreyttu mannlífinu í þeim borgum þar sem íslensku landsliðsmennirnir stöldruðu við.

Tindur
Skapti Hallgrímsson.

„Í raun má segja að flest sé breytt frá því í gamla daga; nú eru leikmenn mjög verndaðir og fjölmiðlamenn hafa afar takmarkaðan aðgang að þeim. Hægt er að spjalla við fáeina sérvalda í nokkrar mínútur fyrir æfingar og að leikjum loknum bíða blaðamenn, yfirleitt drjúga stund, eftir því að strákarnir fara í sturtu áður en þeir mæta í viðtöl,“ segir Skapti.

„Þegar ég var á fullu í íþróttabransanum svipti maður bara upp hurðinni inn í búningsklefa eftir leik og spurði menn spjörunum úr – stundum í orðsins fyllstu merkingu!“

Tindur
Nudd á hótelsvölum.

Bókin er um 200 síður og ljósmyndirnar eru álíka margar. Skapti tók langflestar þeirra sjálfur. „Þótt ég sé fyrst og fremst blaðamaður hef ég ljósmyndað mikið um árabil og ákvað að skrá mig sem ljósmyndara á mótið, bæði vegna þess að mér finnst það ótrúlega skemmtilegt en ekki síður til að vera í meira návígi við leikmenn og skynja andrúmsloftið niðri á grasinu betur en maður getur úr stúkunni. Ég var líka búinn að sjá nokkurn veginn fyrir mér hvernig ég vildi að bókin liti út og hvernig myndir ég þyrfti. Þess vegna var frábært að geta sameinað þetta tvennt; að skrifa bókina og myndskreyta hana að mestu leyti sjálfur. Ég leitaði líka í smiðju þeirra íslensku félaga minna sem mynduðu á HM og þeir eiga nokkrar frábærar myndir.“

Tindur
… HM í knattspyrnu – stemning í Moskvu 15. júní, daginn fyrir fyrsta leik Íslands, á móti Argentínu

Sá eini sem skráði ævintýrið

Bók Skapta er sú eina sem nú kemur út um HM og fjallar eingöngu um þátttöku Íslands á leikunum. „Það kemur mér svolítið á óvart að ég skuli einn hafa farið út í gera bók um keppnina, en er að sama skapi gríðarlega ánægður með að hafa skrásett ævintýrið; mér fannst og finnst enn nauðsynlegt að til sé falleg bók þar sem finna má allt sem máli skiptir. Það verður dýrmætt þegar fram líða stundir. HM kemur við sögu í fleiri bókum, til dæmis ævisögu Arons Einars og Íslenskri knattspyrnu en mín bók gerir keppninni ítarleg skil með umfjöllun um leikina og allri nauðsynlegri tölfræði.“

Tindur

Mannlífið í keppninni

„Ég fjalla líka mikið og með margvíslegum hætti um fjölbreytt mannlífið í kringum keppnina. Ég get nefnt sem dæmi samtal við íslenska feðga sem búsettir eru í Ástralíu og voru 36 klukkutíma á leiðinni að heiman til Moskvu fyrir fyrsta leikinn. Þeir sögðu ferðalagið hafa verið vel þess virði um leið og Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta HM mark Íslands.

Tindur
Alfreð skorar!

Þá er ógleymanlegt þegar ég fylgdist með rússneskri konu, sem lengi hefur búið á Íslandi, finna nafn afa síns í minngarhvelfingu í borginni Volgograd, áður Stalingrad, hvelfingu til minningar um orrustuna um borgina í Síðari heimsstyrjöldinni – einn mesta hildarleik styrjaldarinnar. Fjölskyldunni var á sínum tíma tilkynnt að hann hefði látist í Stalingrad en þarna fékk konan staðfest, fyrst allra í fjölskyldunni, að borin höfðu verið kennsl á afa hennar. Það var henni dýrmætt. Talandi um Volgograd var mjög áhrifamikið að koma þangað og styttan, til minningar um hildarleikinn, er eitthvert ótrúlegasta minnismerki sem ég hef augum litið, 85 metra hátt og hvorki meira né minna en 8 þúsund tonn að þyngd! Það er sem sagt margt fleira í bókinni en bara fótbolti,“ segir Skapti.

Tindur

Frábærar viðtökur

Bókin hefur fengið afar góða dóma, fyrst í Kjarnanum, og í Morgunblaðinu í gær, föstudag, fékk hún fjórar stjörnur og var lofuð í hástert. „Það er auðvitað mjög skemmtilegt fyrir höfund bókar þegar henni er vel tekið. Ég er mjög ánægður með verkið og það er ekki verra þegar gagnrýnendur eru á sama máli!“

Tindur

Ævintýri í Austurvegi – Strákarnir okkar á HM í Rússlandi fæst í öllum Pennabúðum, í Eymundsson, Hagkaupum og Nettó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum