fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Kynning

Jólamenning í Mosfellsbæ

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 1. desember 2018 08:00

©Mosfellingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar í dag

Laugardaginn 1. desember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn á Miðbæjartorginu kl. 16.00. Tendrun ljósanna á jólatrénu á miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum og á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert.

Skólakór Varmárskóla, ásamt skólahljómsveit Mosfellsbæjar, spilar fyrir gesti og gangandi, Matti Matt tekur nokkur jólalög og gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna komi ofan úr Esju þennan dag til að dansa í kringum tréð með börnunum.

Mosfellsbær
©Mosfellingur

 

Kakó, kaffi og nýbakaðar vöfflur

Eftir að dansað hefur verið í kringum jólatréð verður haldið inn í Kjarna þar sem Kammerkór Mosfellsbæjar mun syngja lög ásamt strengjasveit Listaskóla Mosfellsbæjar og Barnakór Lágafellskóla. 4. flokkur kvenna í knattspyrnu í Aftureldingu sér um sölu á heitu kakó, kaffi og vöfflum og jóla Pop-up markaður er opinn í Kjarna frá 12.00–18.00.

Mosellsbær

Þrettándabrenna, flugeldasýning og jólahyski

Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin laugardaginn 5. janúar. Brennan er einn stærsti viðburður bæjarins og á ári hverju leggur mikill fjöldi leið sína í Mosfellsbæ til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 17.30 og gengið verður niður Þverholtið að Leirunum. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur og Stormsveitin spilar fyrir gesti. Álfakóngur, álfadrottning, Grýla, Leppalúði og þeirra hyski verða á svæðinu. Björgunarsveitin Kyndill sér um glæsilega flugeldasýningu.

Mosfellsbær
©Mosfellingur

 

Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar var haldið 15. nóvember.

Mosellsbær
Um 300 gestir hlýddu á lestur úr glænýjum jólabókum Halldóru Thoroddsen, Hallgríms Helgasonar, Þórdísar Gísladóttur, Jónasar Reynis Gunnarssonar og handhafa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, Auðar Övu Ólafsdóttur.

 

Bókmenntakvöld í Bókasafni Mosfellsbæjar 15. nóvember 2018. Katrín Jakobsdóttir, bókmenntafræðingur og forsætisráðherra, stjórnaði líflegum umræðum höfunda að lestri loknum, og var þetta fjórtánda árið sem hún tekur það verkefni að sér. Höfundar frá vinstri til hægri: Auður Ava Ólafsdóttir, Þórdís Gísladóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Halldóra Thoroddsen og Hallgrímur Helgason.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

250 litir: Gott orðspor er gulli betra

250 litir: Gott orðspor er gulli betra
Kynning
Fyrir 4 dögum

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna
Kynning
Fyrir 5 dögum

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna
Kynning
Fyrir 1 viku

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“
Kynning
Fyrir 1 viku

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu
Kynning
Fyrir 1 viku

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn