fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Bóksala stúdenta býður upp á persónulega þjónustu og góða stemningu

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóksala stúdenta er staðsett í hjarta háskólasamfélagsins á Háskólatorgi, sem er við hlið aðalbyggingar Háskóla Íslands. „Bóksalan leggur áherslu á að vera almenn bókabúð, sem býður upp á allar jólabækurnar, auk þess að þjónusta námsmenn með þeirra bækur,“ segir Óttarr Proppé verslunarstjóri. „Við leggjum okkur eftir því að vera aðal bókabúð allra okkar viðskiptavina.“

Bóksalan er komin í jólabúninginn og þar fást allar jólabækurnar á vel samkeppnishæfu verði, auk þess sem boðið er upp á mikið úrval af erlendum bókum og gjafavöru, sem kemur mestmegnis frá Englandi og Hollandi. „Bæði vörur fyrir börn og skemmtilegar smávörur, eins og kaffibollar, skrautvara og fleira. Við leggjum áherslu á umhverfisvænar og skemmtilegar vörur, og sumar eru tengdar bókaútgefendum sem við erum í miklum viðskiptum við.“

Bóksalan býður upp á notalega stemningu í jólaatinu, faglega og persónulega þjónustu, það er gott aðgengi og næg bílastæði. Tilvalið er að setjast niður í bókakaffinu og fletta jólabókunum.

„Það er góð og skemmtileg stemning hjá okkur, eins og við viljum hafa það, alls konar fólk, bækur, leikföng, ritföng og hvaðeina, og við lítum svo á að bókakaffið okkar sé falin perla,“ bætir Óttarr við, en Bókakaffi stúdenta er í samstarfi við Te & Kaffi og með vörur og vélar frá þeim. „Margir hafa komist á bragðið með að hittast í bókakaffinu hjá okkur og það er hluti af jólastemningunni, að hittast og njóta aðventunnar saman.

Það er hlutverk okkar sem bóksala að vekja athygli á því sem okkur þykir skara fram úr,“ segir Óttar aðspurður hvort starfsfólkið lesi jólabækurnar. „Við erum í kapphlaupi að lesa jólabækurnar og erum að undirbúa okkur fyrir að tilnefna bókaverðlaun bóksala, sem verða tilkynnt í Kiljunni 12. desember.“

Auk þess að bjóða upp á bækurnar sem koma út fyrir jólin, er Bóksalan stór bókabúð með mikið úrval, bæði fræðibækur og almennar bækur, en að sögn Óttars eru um 12–15 þúsund titlar til í versluninni hverju sinni. Fáist bókin ekki í versluninni má nýta sér pöntunarþjónustuna.

„Við erum með öfluga sérpöntunarþjónustu og getum útvegað flestar fáanlegar bækur,“ segir Óttarr, en sú þjónusta er vinsæl og vex sífellt, enda býr bóksalan yfir öflugum vef og góðum tengslum við innlenda og erlenda útgefendur og forlög. „Áherslan er að við viljum þjónusta alla og útvega allar bækur sem óskað er eftir. T.d. er hægt að skoða úrvalið á boksala.is úti á sjó, ganga frá kaupum og fá bókunum innpakkað, þannig að allt sé tilbúið þegar menn koma í land á Þorláksmessu.“

Bóksala stúdenta er á Háskólatorgi, Sæmundargötu 4. Síminn er 570-0777 og netfangið boksala@boksala.is. Opið er virka daga frá kl. 9–18, en alltaf er opið í vefversluninni á boksala.is. Fyrir jólin er boðið upp á ókeypis innpökkun, bæði í verslun og í vefverslun.

Lengri opnunartími er síðustu tvær helgarnar í desember, helgina 15.–16. desember er opið kl. 12–16 og laugardaginn 22. desember kl. 12–16, á Þorláksmessu verður síðan opið kl. 12–19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum