Lífsstíll

Steinsmiðja Akureyrar: Steinar um allt land – stóraukið úrval

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 08:00

Hjónin Sunneva Árnadóttir og Birnir Reyr Vignisson eiga og reka Steinsmiðju Akureyrar. Þau bjóða fjölbreytt úrval legsteina og fylgihluta. Alls býður Steinsmiðja Akureyrar yfir 150 gerðir í lögun og lit. „Nú bjóðum trúlega eitt mesta úrval landsins af legsteinum.“  Efniviðurinn kemur víða að úr heiminum, m.a. frá Indlandi, Kína og Ítalíu auk Íslands en íslenska stuðlabergið er alltaf vinsælt, þar sem hver steinn hefur sína ólíku lögun og áferð.  Fyrirtækið býður upp á frían flutning á legsteinum um allt land.

Gæði og persónuleg þjónusta

„Áherslur okkar eru ávallt gæði og framúrskarandi þjónusta. Markmiðið er að viðskiptavinir okkar séu fullkomlega ánægðir,“ segir Birnir Vignisson sem ásamt konu sinni, Sunnevu Árnadóttur, hefur rekið steinsmiðjuna frá því í desember 2016. Viðskiptavinir okkar geta valið úr fjölbreyttu úrvali hráefnis og mismunandi hönnun minnisvarða. Þá eru myndir og ítarlegar upplýsingar á vefsíðu fyrirtækisins, minnismerki.is. „Við hönnum og smíðum minnisvarða úr íslensku grjóti og einnig úr innfluttu graníti en sú steintegund er sú harðasta sem til er og endist í mannsaldra. Við hugsum einnig um gæði þegar kemur að aukahlutum, eins og lugtum, vösum og fuglum, við viljum að þetta endist vel með steininum,“ segir Birnir enn fremur.

 Saltlampar

Steinsmiðja Akureyrar flytur einnig inn saltlampa frá Himalajafjöllum í Pakistan. Birta lampanna þykir einstök og hafa þeir notið mikilla vinsælda hin síðari ár, einkum í skammdeginu. „Það eru nokkrar verslanir sem eru með lampa frá okkur auk þess sem þeir eru seldir í verslun steinsmiðjunnar,“ segir Birnir.

Persónulegur minnisvarði

„Þegar kemur að legsteinum skipta gæði auðvitað höfuðmáli. Legsteinum er ætlað að standa lengi og þola veður og vinda til lengri tíma. Það er því mikilvægt að vanda valið. Legsteinn er persónulegur minnisvarði og við smíðum eftir þeim hugmyndum eða tillögum sem okkar viðskiptavinir koma með. Þar er persónuleg þjónusta í fyrirrúmi,“ segir Birnir.

Steinsmiðja Akureyrar býður þá þjónustu á Norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu að setja legsteina upp í kirkjugörðum og sjá um allan frágang í kringum það. Frír flutningur er á legsteinum um allt land.

Sjá nánar á minnismerki.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Opnunarhátíð Veltis

Opnunarhátíð Veltis
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

3 Skref bókhaldsþjónusta: Sérfræðingar í öllu

3 Skref bókhaldsþjónusta: Sérfræðingar í öllu
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Mi Iceland: Borgaðu minna fyrir meira

Mi Iceland: Borgaðu minna fyrir meira
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Leiguvélar Norðurlands: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta

Leiguvélar Norðurlands: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta