Lífsstíll

Hágæða gluggatjöld frá Bólstraranum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 11:00

Bólstrarinn við Langholtsveg var stofnaður 1944 af Gunnari V. Kristmannssyni. Í dag er fyrirtækið rekið af syni hans, Hafsteini Gunnarssyni, og má með sanni segja að fyrirtækið sé með landsins mesta úrval af áklæðum, gluggatjöldum og veggfóðri. „Við bjóðum upp á gríðarlegt úrval af  ýmiss konar gæðaefnum frá fremstu framleiðendum heims. Við erum algerlega óhrædd við að flytja inn dýrari efni því það hefur komið á daginn að fólk vill frekar fá góð efni sem endast vel, og er tilbúið til þess að borga aðeins meira til þess að upplifa alvöru gæði og góða endingu,“ segir Hafsteinn.

 

Veglegt velúr

„Stöðugt eru að koma nýjar tegundir bæði af klassískum efnum og tískuefnum og hefur velúr til dæmis verið að koma sterkt inn í innanhússhönnun í dag. Við flytjum inn ótrúlega áferðarfallegt velúrefni í hæsta gæðastaðli frá ROMO sem er textílfyrirtæki í fremstu röð með dýr og flott efni,“ bendir Hafsteinn á. Bólstrarinn býður einnig upp á fjölbreytt úrval af veggfóðri frá þekktustu merkjum í Evrópu. Og að sjálfsögðu, eins og nafnið gefur til kynna, býður Bólstrarinn upp á fyrsta flokks bólstrunarþjónustu.

Gluggatjöld í öllum heimsins litum, stærðum og áferð

Bólstrarinn þjónustar hvort sem er einstaklinga, arkítekta eða innanhússarkítekta við innréttingar og nýbyggingar. „Fólk er mikið til að velja gluggatjaldaefni sem hefur góða hljóðdempunareiginleika. Þetta er orðið sérstaklega mikilvægt í nýbyggingum þar sem íbúðir eru hannaðar til þess að vera opnari og rýmri, gólfteppi og annar textíll eru mikið til horfinn og harðari gólfefni eru valin í staðinn. Þetta getur valdið slæmri hljóðvist í íbúðinni og þá verður nauðsynlegt að velja hágæða gluggatjöld sem minnka bergmál,“ segir Hafsteinn.

Bólstrarinn býður upp á fjölmargar prufubækur sem hægt er að fá lánaðar heim þegar velja skal rétta efnið. „Það er eiginlega nauðsynlegt að fara með efnið heim til þess að skoða það í þeirri birtu sem er í rýminu og sjá það í samhengi við það sem er þar fyrir,“ segir Hafsteinn. Bólstrarinn býður einnig upp á þá þjónustu að fá fagaðila heim til þess að taka mál, ráðleggja við val á gluggatjöldum og jafnvel hjálpa til við uppsetningu þegar þar að kemur.

Nánari upplýsingar má nálgast á www.bolstrarinn.is
Bólstrarinn er staðsettur að Langholtsvegi 82
Sími: 568-4545
bolstrarinn@islandia.is
Opnunartími: mán–fös 09.00–18.00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Icephone: Góð kaup og umhverfisvæn símalausn í uppgerðum símum

Icephone: Góð kaup og umhverfisvæn símalausn í uppgerðum símum
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Upplyfting vinnulyftur: Liprari og ódýrari

Upplyfting vinnulyftur: Liprari og ódýrari
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Gæðasprautun – Faglegar og umhverfisvænar endurbætur á tjónabílum

Gæðasprautun – Faglegar og umhverfisvænar endurbætur á tjónabílum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Fást: Gæði og þjónusta í plexígleri, vélaplasti og íhlutum

Fást: Gæði og þjónusta í plexígleri, vélaplasti og íhlutum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Concepta: Hágæða danskar innréttingar

Concepta: Hágæða danskar innréttingar
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Castello: Nýjar og gómsætar vörur á matseðli

Castello: Nýjar og gómsætar vörur á matseðli