fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Kynning

Aðventuhátíð Menningarhúsanna: Jólamarkaður, jólaleikrit, listsmiðjur, jólatréskemmtun og jólasveinar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 30. nóvember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðventuhátíð Kópavogsbæjar verður haldin þann 1. desember og verður mikið um dýrðir. Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á fjölbreytta dagskrá frá kl. 13.00 og á sama tíma verður opnaður aðventumarkaður á túninu með úrvali af spennandi varningi í anda jólanna.  Klukkan 16 verður kveikt á jólatrénu; jólasveinar syngja og dansa með börnunum og skemmtikraftar kíkja í heimsókn.


Stórskemmtilegt jólaleikrit

Jólaleikritið Strákurinn sem týndi jólunum verður meðal þess sem er á dagskrá en það verður sýnt í Salnum kl. 14. „Verkið er fyrir börn á öllum aldri,“ segir Ingi  Hrafn Hilmarsson, annar höfunda og leikari verksins. „Það er fullt af húmor og þótt við séum bara tveir, koma þar við sögu fjölmargar persónur sem bregða sér í alls kyns líki,“ segir Ingi.

Jóel til vinstri og Ingi til hægri

„Leikritið fjallar um Jónatan, ungan dreng sem er kominn með upp í kok af jólastússinu og stressinu heima fyrir og strýkur að heiman. Á ferðum sínum hittir hann jólaálf sem þykir leitt hvernig er komið fyrir Jónatani. Álfurinn ákveður að blekkja Jónatan og sendir hann í ferðalag, en aðaltilgangur ferðalagsins er að endurvekja jólagleðina í hjarta Jónatans. Í svaðilförinni hittir Jónatan alls konar persónur og meðal annars eldri konu sem ekki er öll þar sem hún er séð.“ Auk Inga Hrafns kemur einnig fram leikarinn Jóel Sæmundsson, hinn höfundur verksins.

Menningarhúsin iða af lífi og fjöri til kl. 16. Á Bókasafninu verður skemmtilegt og notalegt jólaföndur þar sem m.a. verður hægt að læra að brjóta origami. Þar mun sjálfur jólakötturinn einnig birtast og lesa glænýja jólasögu eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Í tengslum við söguna býður Náttúrufræðistofan börnum að hlýða á létt og skemmtilegt fræðsluerindi um jólaköttinn og ættingja hans. Gaman verður að ganga um Náttúrufræðistofuna þar sem búið er að klæða sum dýrin upp í jólafötin og þeir áhugasömustu geta jafnvel sest niður og teiknað af þeim myndir.

Menningarhúsin í Kópavogi
Jólarebbi

Á Gerðarsafni svífur gamli jólaandinn yfir vötnum en þar verður hægt að hanna sinn eigin jólapappír með kartöflustimpli.

Tónleikar, útimarkaður og jólaball

Menningarhúsin í Kópavogi eru staðsett í hnapp við fallegt og bjart útivistarsvæði. Þar verður stórskemmtilegur aðventumarkaður þar sem seldar verða frábærar gæðavörur. Til að koma öllum í réttu stemninguna verða kórar og tónlistarhópar á svæðinu. Einnig kemur fram hin rómaða Skólahljómsveit Kópavogs, en hápunkti nær hátíðin þegar dansað verður í kringum nýtendrað jólatréð.

Menningarhúsin eru staðsett í Hamraborg 4–6, 200 Kópavogi
Nánari upplýsingar má nálgast á menningarhusin.kopavogur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Í gær

Fyrirtak: Þjónar fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum um almennt fasteignaviðhald

Fyrirtak: Þjónar fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum um almennt fasteignaviðhald
Kynning
Fyrir 2 dögum

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Eiríkur hjá Egat.is veit hvað góðir bekkir þurfa að hafa til að endast!

Eiríkur hjá Egat.is veit hvað góðir bekkir þurfa að hafa til að endast!
Kynning
Fyrir 1 viku

Allt verður einfaldara með KitchenAid matvinnsluvélinni

Allt verður einfaldara með KitchenAid matvinnsluvélinni
Kynning
Fyrir 1 viku

Fann ótrúlegan mun með Benecta – Algerlega verkjalaus

Fann ótrúlegan mun með Benecta – Algerlega verkjalaus
Kynning
Fyrir 1 viku

Nature Sense: Fyrir náttúrulega fegurð

Nature Sense: Fyrir náttúrulega fegurð
Kynning
Fyrir 1 viku

GUM tannvörur: Mikilvægi góðrar munnheilsu heilsunnar vegna

GUM tannvörur: Mikilvægi góðrar munnheilsu heilsunnar vegna
Kynning
Fyrir 1 viku

Háskaleikarnir 2019: Dalur dauðans, ærsladraugar og hrollvekjur – Þorir þú að taka þátt?

Háskaleikarnir 2019: Dalur dauðans, ærsladraugar og hrollvekjur – Þorir þú að taka þátt?