fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Upplestrakvöld í Bókasafni Árborgar: Vændi, fjárhundar og framhjáhöld

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 09:00

Sýning á bönnuðu bókum vakti gífurlega athygli enda með ólkíkindum að sjá hvað hefur á einhverjum tíma/stað verið bannað. Eitt af því merkilegra var að bókin „Black beauty“ var bönnuð í S-Afríku þar sem orðin black og beauty áttu ekki að standa hlið við hlið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókasafn Árborgar samanstendur af þremur bókasöfnum. Þá er Bókasafn Selfoss staðsett í fallegasta húsinu á Selfossi. Bókasafnið á Stokkseyri er staðsett í grunnskólanum þar og Bókasafnið á Eyrarbakka er til húsa í Blátúni. „Ásamt því að hýsa bókasöfn Árborgar þá erum við með fjölda menningarviðburða. Við erum með tónlistarviðburði, listasýningar, upplestra og margt fleira. Það má alltaf bóka á að það sé eitthvað skemmtilegt að gerast á bókasöfnunum. Svo er auðvitað alltaf notalegt að koma hingað og kíkja í blöðin. Það er alltaf heitt á könnunni!“ segir Heiðrún Dóra Eyvindardóttir.

Esther og jólahandavinnan

Dagskrá á Bókasafni Árborgar, Selfossi

„Það er gaman að segja frá því að í kvöld (27. nóvember) munu þrjár skáldkonur koma á Bókasafnið á Selfossi og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum,“ segir Heiðrún. Þetta eru þær Marta Eiríksdóttir og les hún upp úr Mojfríði einkaspæjara sem hefur þá iðju að njósna um eiginmenn í framhjáhaldi. Bókin kitlar hláturtaugar lesenda af öllum kynjum. Guðrún Sigrúður Sæmundsen les upp úr bók sinni Andstæður sem fjallar um forréttindi og jaðarhópa, mannréttindi og mannlega reisn, græðgi og fíkn. Rödd vændiskonunnar er sérstaklega vel útfærð og er rödd sem samfélagið þarf að heyra. Monika Dagný Karlsdóttir les vel valda kafla úr Hófí sem fjallar á um íslenskan fjárhund sem Monika átti sjálf. Áður hefur hún skrifað tvær barnabækur um Hófí sem þegar hafa verið þýddar á fleiri tungumál og útlendingar sýna mikinn áhuga. Bækurnar eru allar gefnar út af Draumsýn, bókaforlagi.

Upplestrarkvöldið hefst kl 20:00 og stendur til 21:30 og eru allir velkomnir á viðburðinn.

Barnadeildin er troðfull af skemmtilegum bókum fyrir yngri kynslóðirnar.

„Við erum í mjög góðu sambandi við tónlistarskóla Árnesinga og á miðvikudagskvöldið (28. nóvember) koma litlu fiðluenglarnir okkar og spila fyrir okkur undir stjórn Mariu Weiss. Tónleikarnir hefjast kl. 16:15 og verður dagskráin afar skemmtileg og jólaleg.

Fyrsti desember: Við munum þá opna fyrsta Jólagluggann í bænum kl. 10:00, sem myndlistamaðurinn Rakel Sif Ragnarsdóttir sá um að skreyta. Í framhaldi verða opnaðir nýjir jólagluggar hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á hverjum degi fram að jólum.

Jólaglugginn frá því árið 2016.

Þrettándi desember: Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason les upp úr nýrri bók sinni, Læknishúsinu. Sagan er æsispennandi Fjölskyldu-, ættar- og draugasaga og á sér stað í læknishúsinu á Eyrarbakka,“ segir Heiðrún. Viðburður hefst kl. 17:15 og eru allir velkomnir

Alltaf eitthvað að gerast

Sýningasalurinn Listagjáin er starfræktur í kjallara bókasafnsins á Selfossi. „Við erum alltaf með opna myndlistarsýningu í Listagjánni og er þetta í raun eini salurinn á Selfossi þar sem eru alltaf sýningar. Núna stendur yfir falleg málverkasýning Rakelar Sifjar, sem starfar jafnframt á safninu. Hún sér allajafna um skreytingar á safninu og hefur til að mynda skreytt jólagluggann og gerði allar skreytingar í barnadeildinni.

Rakel Sif Ragnarsdóttir

„Á hverjum fimmtudegi kl. 10:30 kemur Kiddý, sem er fyrrverandi leikskólakennari, að lesa fyrir börnin. Þessar stundir eru alltaf þéttsetnar af áhugasömum börnum og foreldrum þeirra enda er Kiddý ótrúlega lifandi í lestrinum og með áratuga reynslu,“ segir Heiðrún.

Mynd frá 2017.06.14 er sumarlestur þar sem Harry Potter var þemað. Athygli vekur að það héngu 60 kerti úr loftinu en móðir eins starfsmannsins hér heklaði allt þetta loft úr garni með pallíettum sem glitruðu eins og stjörnur í ljósunum.

„Mig langar sérstaklega að minnast á öldungaráðið, sem er skipað fólki á öllum aldri. Þau koma saman á hverjum morgni til skrafs og ráðagerða hvern morgun og fara yfir landsins gagn og nauðsynjar.

Kökuform til leigu

Það er ljóst að Bókasafn Árborgar býður upp á skemmtilega dagskrá í aðdraganda jólanna og ættu felstir að geta fundið sér viðburði við hæfi. „Það er svo notalegt að koma við í safninu, finna sér bók til að lesa, kannski detta inn á einhverja tónleika. Svo má ekki gleyma því að Bókasafnið á Selfossi er eina bókasafnið á landinu sem er með kökuform til leigu!“ segir Heiðrún.

Nánari upplýsingar má nálgast á bokasafn.arborg.is http://bokasafn.arborg.is/

Tölvupóstur: bokasafn@arborg.is

Austurvegur 2, Selfossi

Sími: 480-1980

Opnunartímar yfir vetrartíma: 1. september – 15. maí. Virkir dagar: 08:00-19:00 og laugardagar: kl. 10:00-14:00.

Eyrarbraut 2, Stokkseyri

Sími: 480-3223

Opið er mánudaga og fimmtudaga kl. 16.00-18.00. Þriðjudaga kl. 19.00-21.00

Túngötu 40, Eyrarbakka

Sími 480-1991

Opið er mánudaga og fimmtudaga kl. 16.00-18.00. Þriðjudaga kl. 19.00-21.00

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum