fbpx
Sunnudagur 16.desember 2018
Lífsstíll

Haldið fast í hefðir

Kynning
Ólafur Sveinn Guðmundsson
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 14:43

Gamaldags smákökur og jólabakkelsi hjá Sigurjóni bakara

Það styttist óðfluga til í jóla og margir eru farnir að huga að þeim á einn eða annan máta því desember er framundan og þá fer allt að gerast. Í huga margra eru jólin nefnilega tími gamalla hefða og margir reyna að halda í brot af því gamla og þekkta.

Smákökubakstur er svo sem ekki ýkja gömul hefð og var það fyrst um miðja síðustu öld sem þetta varð hluti af jólahefðinni okkar. En tímar eru alltaf að breytast. 

Í dag eru það margir sem baka smávegis en fáir jafn mikið og áður, þetta er svona meira til málamynda og skemmtunar í dag. En sumir standa á haus og halda fast í hefðir, venjur og gamlar uppskriftir. Það gera strákarnir í Sigurjónsbakaríi.

Jólin hafin
„Í Sigurjónsbakaríi í Reykjanesbæ hefur undirbúningur fyrir jólin verið á fullu að undanförnu enda mikill metnaður lagður í að „allt sé „ekta“, og fátt sé aðkeypt eða innflutt“ segir Sigurjón bakari og eigandi stoltur.

Sigurjón bakari

Sigurjóns bakarí er rúmlega þrjátíu ára fjölskyldufyrirtæki og sérstakt að því leyti að það er hreinræktað handverksbakarí þar sem metnaður er lagður í hvert handtak og þar er flest gert frá grunni, hver kaka og hvert brauð.

„Það eru ekki margir sem nenna þessu lengur,“ segir Sigurjón  „En hér gerum við strákarnir allt – annað kemur ekki til greina, jafnvel kleinuhringirnir eru ekta og stungnir út með sérstöku kleinuhringjajárni, miðjuna er síðan hægt að kaupa og við þær köllum við Héðinsbollur,“ segir hann og hlær.

Bara að fylla á baukinn
„Núna erum við á fullri ferð með smákökubaksturinn en við erum að gera fimmtán mismunandi smákökur, laufabrauð, randalínur og annað fyrir jólin. Hingað er best að bara koma með kökubaukinn og láta fylla á eftir vigt, en það borgar sig að vera tímalega þar sem þetta er vinsælt.“

„Ef svo óheppilega vill til að baukurinn tæmist þá er bara að trítla á stað aftur og fylla á.“ Segir hann og er rokinn.

 

Sigurjónsbakarí, Hólmgarði 2. Sími 421-5255/821-5255

http://www.sigurjonsbakari.net/#

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Lífsstíll
Fyrir 45 mínútum
Haldið fast í hefðir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Í gær

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands
Lífsstíll
Í gær

Gjöf sem heldur áfram að gefa

Gjöf sem heldur áfram að gefa
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Hans og Gréta: Ævintýraleg vefverslun fyrir alla aldurshópa

Hans og Gréta: Ævintýraleg vefverslun fyrir alla aldurshópa
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Eldhústöfrar: Frábær jólagjöf – allt öðruvísi blandari

Eldhústöfrar: Frábær jólagjöf – allt öðruvísi blandari
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Heimilislíf: Tyrknesk handklæði og fleiri eðalvörur

Heimilislíf: Tyrknesk handklæði og fleiri eðalvörur
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

LG OLED er rétta sjónvarpið fyrir þig

LG OLED er rétta sjónvarpið fyrir þig
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Reykjavík Röst: Það ilmar allt af jólakanil

Reykjavík Röst: Það ilmar allt af jólakanil