fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Kynning

Smart Parking – Góð geymsla fyrir bílinn meðan þú ferðast

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. nóvember 2018 08:00

Smart Parking bílastæðaþjónustan á Keflavíkurflugvelli hóf starfsemi sína í janúar. Þjónustan er einföld, fljótleg og á góðu verði. Smart Parking hefur verið vel tekið og umsagnir á Facebook-síðu eru afgerandi um góða þjónustu, þar er fyrirtækið með hæstu einkunn.

„Viðskiptavinir sjá um að bóka sjálfir í þremur skrefum inni á heimasíðu okkar eða Facebook-síðu,“ segir Jóhann Eggertsson, stjórnarformaður Smart Parking. „Síðan hringir viðkomandi í okkur þegar hann á eftir 15–20 mínútna akstur að flugstöðinni, við tökum svo á móti bílnum á afhleðslustæðunum og bíllinn er síðan geymdur á afgirtu og vöktuðu svæði stutt frá.“

Þjónustan er svokölluð „drop-off“-þjónusta, þannig að ekki þarf að leggja bílnum, heldur tekur starfsmaður Smart Parking strax við bílnum. „Við heimkomu þá erum við með allar upplýsingar, fylgjumst með fluginu og tökum svo á móti í komusalnum þar sem viðskiptavinurinn greiðir okkur með posa. Og við erum á vakt allan sólarhringinn.“

Smart Parking býður upp á ódýrasta daggjaldið 450 kr. og þjónustugjald er 4.000 kr. Hámarks- eða lágmarkstími er enginn. „Ef þú vilt vera með bílinn hjá okkur í 12 mánuði þá semjum við bara um það,“ segir Jóhann. „Við erum með viðskiptavini sem eru hjá okkur í 3–4 mánuði. Við bjóðum upp á afslátt fyrir fasta viðskiptavini, hópafslátt og 10% eldri borgara afslátt.“

Smart Parking býður einnig upp á þrif á bílnum, og áfyllingu á bensíni og rúðupissi, gegn vægu gjaldi.

Setja í box:
Nokkrar umsagnir viðskiptavina:
„Allt stóðst 100% hjá þeim og verðlagningin sanngjörn, munum klárlega nota þessa þjónustu aftur!“

„Frábær þjónusta. Standa við allt sem þeir segja.“

„Frábær þjónusta. Þeir taka við bílnum við brottfararsalinn og bíða svo með hann tilbúinn við komusalinn við heimkomu. Gæti ekki verið þægilegra og ekki skemmir verðið fyrir. Ég gef þeim bestu einkunn og hvet fólk til að kynna sér þjónustuna og verðið sem þeir bjóða upp á. Ég mun örugglega nýta mér þessa þjónustu aftur.“

„Frábær þjónusta, um leið og við komum upp á Leifsstöð var beðið eftir okkur og bíllinn tekinn, engin bið og þegar við komum að utan 2 vikum síðar beið starfsmaður Smart Parking með bílinn fyrir utan kl. ca. 10 um kvöld, mjög þægilegt, mæli með þessu.“

Setja í box:
Þrír punktar sem gott er að hafa í huga:
*Þú þarft ekki að leita að bílnum á langtímastæðinu
*Við sjáum um að skafa bílinn þegar þarf
*Bíllinn er volgur, jafnvel heitur þegar þú sest í hann

Smart Parking – bókaðu þinn bíl á smartparking.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

MD Vélar: Þenslutengi, sérhæft fyrirtæki með alhliða þjónustu

MD Vélar: Þenslutengi, sérhæft fyrirtæki með alhliða þjónustu
Kynning
Fyrir 5 dögum

Ombrello á rúðuna: Undraefni sem eykur öryggi

Ombrello á rúðuna: Undraefni sem eykur öryggi
Kynning
Fyrir 1 viku

Þörunga magnesíum: Dregur úr sykurlöngun og streitu

Þörunga magnesíum: Dregur úr sykurlöngun og streitu
Kynning
Fyrir 1 viku

Girnilegar nýjungar frá Castello

Girnilegar nýjungar frá Castello
Kynning
Fyrir 1 viku

Mýrin vatnsleikfimi: Heilsuefling í vatni

Mýrin vatnsleikfimi: Heilsuefling í vatni
Kynning
Fyrir 1 viku

Kísilsteinefnið inniheldur hreinan jarðhitakísil

Kísilsteinefnið inniheldur hreinan jarðhitakísil
Kynning
Fyrir 2 vikum

Menntastoðir: Fjarnám í átt að stúdentsprófi

Menntastoðir: Fjarnám í átt að stúdentsprófi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jólagjöfin í ár er svalir

Jólagjöfin í ár er svalir
Kynning
Fyrir 2 vikum

Sölutraust: Uppfærður öryggisbúnaður

Sölutraust: Uppfærður öryggisbúnaður