fbpx
Mánudagur 10.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Kaffistofan

PR-vandi

Lífsstíll

Framandi lönd og jákvætt hugarfar í fyrirrúmi

Kynning
Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 14:00

Hjá ferðaskrifstofunni Bjarmalandi er áhersla lögð á metnað og fagmennsku. Stuðlað er að vináttu þjóða og að fólk heimsæki framandi lönd með opna arma og jákvæðan huga. Þetta er gert með vönduðum menningar- og söguferðum um allan heim, allt frá siglingum á stórfljótum Evrópu til ævintýraferða í Asíu, Afríku og Ameríku. Fyrirtækið leggur einnig áherslu á persónulega og vandaða þjónustu, þar sem starfsfólk er bæði vel menntað og þaulreynt í faginu, og náttúru- og mannvæn gildi í heiðri höfð.

Snemma á næsta ári býður ferðaskrifstofan upp á sérstakar ferðir; hátíðarferð til Moskvu, ferð til Indlands í febrúar og Úsbekistan auk Túrkmenistan í Mið-Asíu um páskana, næstkomandi apríl. Því er kjörið tækifæri til þess að koma sínum nánustu á óvart með hlýrri gjöf til einhvers framandi staðar. Það er aldrei of seint að kynnast nýjum slóðum.

Framhald jóla í Moskvu

Jólin eru mesta vetrarhátíð Rússa en þau halda þeir á þrettándann – þann 6. janúar. Ævintýraljómi svífur yfir vötnum, skemmtiatriði eru á strætum og torgum og ilmur jólaglöggs í lofti. Stór jólamarkaður verður á sjálfu Rauða torginu og ys og þys á skautasvellinu þar. Hægt er að fara á ballett, tónleika og óperu, auk þess sem stórbrotinni menningu og sögu Rússaveldis verða gerð góð skil.

 

Indland

Indland er einstakt og að koma þangað er eins og að verða ástfangin í fyrsta skipti – það gleymist aldrei.
Í landi andstæðnanna er kýrin er heilagt dýr. Landið, sem fljótlega verður fjölmennasta ríki heims, er eins og heil heimsálfa með öll sín þjóðarbrot, tungumál og trúarbrögð.

Hér skiptast á fátækt og ríkidæmi, austræn og bresk áhrif, hindúismi og íslam.

Ferðin hefst á „Gullna þríhyrningnum“ – dyrunum að hinu ævintýralega og dularfulla Indlandi, einu elsta menningarríki heims. Litadýrð, gestrisni og hlýtt viðmót Indverja er nokkuð sem lætur engan ósnortinn en heimspeki og lífsviðhorf þeirra er mikil andstæða streitu Vesturlandabúa. Við kynnumst höfuðborginni Delí – gamla og nýja hlutanum, bleiku hallarborginni Jaipur og Agra, þar sem sjálft „Hof ástarinnar“ Taj Mahal bíður okkar í allri sinni dýrð.

Í lok ferðar halda áfram vandaðar skoðunarferðir í bland við afslöppun og hvíld við eina af bestu baðströndum heims í suðurhluta Indlands – Góa. Mikil andstæða við íslensk vetrarveður.

 

Mið-Asía um páskana

Silkileiðin mikla í Mið-Asíu er verslunarleiðin sem tengdi tvær helstu siðmenningar heims á miðöldum – austrið og vestrið. Öldum saman fóru hér úlfaldalestir um á leið sinni frá Kína til Miðjarðarhafslanda; varningurinn var silki, krydd, geimsteinar og postulín. Tashkent, Samarkand og Bukhara eru borgir sem allt til dagsins í dag geyma sögu um stórvirki meistara á borð við Alexander mikla og Gengis Khan, að ógleymdum hetjum heimamanna, Tímurlan, barnabarni hans Ulum Bek, stjörnu- og stærðfræðingi, og Ómari Khajam vitringi.

Í ferðinni kynnumst við þessari stórmerkilegu sögu, skoðum fornar menntastofnanir og smökkum á réttum heimamanna en austræn matarmenning á fáa sína líka. Einnig er farið til nágrannalandsins í suðri, Túrkmenistan, sem einnig á ríka menningararfleifð. Metnaðarfull uppbygging á sér nú stað þar og gestrisni heimamanna er einstök. Þetta er ferð sem lætur engan ósnortinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Globber-hlaupahjólin eru jólagjöfin í ár – Fengu gullverðlaun í Þýskalandi

Globber-hlaupahjólin eru jólagjöfin í ár – Fengu gullverðlaun í Þýskalandi
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Taflfélag Reykjavíkur: Holl æfing fyrir hugann

Taflfélag Reykjavíkur: Holl æfing fyrir hugann
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Jerúsalem er í Glæsibæ

Jerúsalem er í Glæsibæ
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

BRIMBORG MEÐ ÞRJÁ BÍLA TILNEFNDA TIL BÍLS ÁRSINS 2019

BRIMBORG MEÐ ÞRJÁ BÍLA TILNEFNDA TIL BÍLS ÁRSINS 2019
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum
Jólabók í skóinn
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Vertu aðeins öðruvísi

Vertu aðeins öðruvísi
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Lömbin geta ekki þagað

Lömbin geta ekki þagað
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Fjölbreyttar gæðabækur frá Skruddu

Fjölbreyttar gæðabækur frá Skruddu
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum
Plast eða ekki plast?
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum
Jólabækur Drápu
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Ískalt „leyndarmál“ vestur í bæ

Ískalt „leyndarmál“ vestur í bæ
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Prolan: „Besta ryðvarnar- og smurefni sem ég hef komist í tæri við“

Prolan: „Besta ryðvarnar- og smurefni sem ég hef komist í tæri við“