fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Kynning

Píla er fyrir alla – Frábær íþrótt í góðum félagsskap

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 17. nóvember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pílukastfélag Reykjavíkur (PFR) var stofnað árið 1994, félagið heldur utan um pílukast á Stór-Reykjavíkursvæðinu og eru félagsmenn í dag yfir 100 talsins af báðum kynjum.

„Pílukast á Íslandi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og er landslið okkar, sem er alltaf skipað okkar bestu spilurum, farið að skila árangri á alþjóðamótum,“ segir Björgvin Sigurðsson, formaður PFR. „Á hverju ári heldur Íslenska pílukastsambandið (ÍPS) alþjóðamót, Iceland Open, en þá gefst erlendum spilurum kostur á að keppa hér heima og fá stig á heimslistann.“ Samhliða auknum áhuga á pílukasti hafa komið nýjungar á kynningu sportsins en það eru beinar útsendingar á netinu, Live dart Iceland.

Liðakeppni á mánudögum

Alla mánudaga frá byrjun september til maíloka heldur PFR liðakeppni, en í henni eru 16 lið í tveimur deildum, í hverju liði eru frá 5–8 manns. „Allflesta fimmtudaga eru einnig haldin mót á vegum félagsins. Stórmót eins og Meistaramótin okkar og mót á vegum ÍPS eru svo haldin um helgar,“ segir Björgvin. „Þegar þú gerist félagi í PFR ertu sjálfkrafa meðlimur í ÍPS og getur sótt stigamót, sem eru haldin fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði, og safnað stigum til landsliðs.“

Frábær aðstaða – Allir velkomnir

Ertu með spjald í skúrnum ? Er píluspjald í vinnunni ? Eru þið hópur félaga sem hittast og kasta pílu ?

PFR er í dag í 300 fermetra húsnæði að Tangarhöfða 2. Í salnum eru 16 píluspjöld  og eitt svið þar sem spilaðir eru úrslitaleikir. „Það eru allir velkomnir að kíkja til okkar, spila við aðra og kynnast því sem er í gangi í sportinu,“ segir Björgvin. „Við í PFR viljum endilega bjóða fleirum að ganga í klúbbinn og taka þátt í þeirri miklu starfsemi sem er í gangi hjá okkur. Pílukast er fyrir alla aldurshópa og því eru allir velkomnir að ganga í félagið okkar.“

     

Öflugt unglingastarf

Fyrir tveimur árum setti ÍPS á stofn unglingalandslið, auk þess að styðja við félagsliðin sem halda úti unglingastarfi. „Markmiðið var að efla og auka áhuga ungmenna á pílukasti. Pílukast er skemmtileg íþrótt sem hentar vel með þeim íþróttum sem eru stundaðar hér á Íslandi í dag,“ segir Pétur Rúrik Guðmundsson unglingalandsliðsþjálfari.

Unglingalandslið Íslands tók þátt í Evrópukeppni unglinga 2017 og 2018. Félagslið halda úti æfingum á Akureyri, í Reykjavík, Grindavík og Reykjanesbæ. „Auk þess hafa verið haldnar æfingar fyrir áhugasama unglinga þar sem óskað hefur verið eftir því.“

Einnig hefur Live Darts Iceland sýnt frá Íslandsmóti unglinga 2017 og hafa unglingalandsliðsmenn verið að taka þátt í mótum erlendis með góðum árangri. Alex Máni Pétursson, Íslandsmeistari unglinga síðustu þrjú ár, vann Finnska opna pílumótið á þessu ári. „Það hafa margir lagt hönd á plóginn og þessi uppgangur sem á sér stað í pílukastheiminum hefur klárlega snert okkur hér á Íslandi, bæði hjá unglingum sem og fullorðnum.“

Nýlega fékk PFR boð um að keppa á einu af stærstu unglingamótum í pílukasti, sem er haldið í Bristol á vegum JDC (Junior Darts Corboration) í Bretlandi, og eru fjórir drengir að fara að keppa undir merkjum Íslands. „Þetta gefur okkur byr undir báða vængi í að halda áfram að efla unglingastarfið og virkja bæði foreldra og unglinga til að stunda þessa skemmtilegu íþrótt.“

Núverandi og fyrrverandi Íslandsmeistarar í pílukasti í gegnum tíðina.

Leynist pílukastari í þér Allir unglingar eru velkomnir að mæta og prófa pílukast.

Æfingatímar:
Mánudagar kl: 17–18 – Tangarhöfði 2 – Pílukastfélag Reykjavíkur
Þriðjudagar kl: 17–18 – Keilisbraut 755 – Pílufélag Reykjanesbæjar og Pílufélag Grindavíkur

Allar upplýsingar um Pílukastfélag Reykjavíkur má finna á heimasíðunni: www.pila.is, Facebook-síðu: Pílukastfélag Reykjavíkur og í netfanginu: pilapfr@gmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu
Kynning
Fyrir 1 viku

Vertu með öryggið í lagi með Edico

Vertu með öryggið í lagi með Edico
Kynning
Fyrir 1 viku

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir
Kynning
Fyrir 1 viku

Háskaleikarnir 2019: Dalur dauðans, ærsladraugar og hrollvekjur – Þorir þú að taka þátt?

Háskaleikarnir 2019: Dalur dauðans, ærsladraugar og hrollvekjur – Þorir þú að taka þátt?
Kynning
Fyrir 1 viku

Uppbyggilegt ferðalag frá Jobsbók til Bob Dylans

Uppbyggilegt ferðalag frá Jobsbók til Bob Dylans
Kynning
Fyrir 2 vikum

Aukin þægindi fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga

Aukin þægindi fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga
Kynning
Fyrir 2 vikum

Leiftur verslun – Börnin eru örugg í Axkid-barnabílstólunum

Leiftur verslun – Börnin eru örugg í Axkid-barnabílstólunum