fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Kynning

Slysabætur.is sjá um að innheimta bæturnar á meðan þú einbeitir þér að eigin heilsu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk lendir í slysum er nauðsynlegt að það geti einbeitt sér að því að því að ná heilsu í stað þess að eyða orku í að ná fram bótarétti sínum. Það er miklu betra fyrir hinn slasaða að verja tíma sínum hjá læknum, sjúkraþjálfurum og öðrum meðferðaraðilum en í samtölum við tryggingafélög, sem vilja oft verða nokkuð flókin. Slysabætur.is er fyrirtæki sem tekur að sér að sjá um þessi mál fyrir fólk sem lendir í slysum.

„Við höfum orð á okkur fyrir persónulega þjónustu. Þetta er líka fámennt fyrirtæki og slíkt stuðlar alla jafna að persónulegri þjónustu,“ segir Hrafnkell Oddi Guðjónsson, lögfræðingur, sem starfar fyrir Slysabætur.is. Hrafnkell Oddi segir að fyrirtækið taki alfarið að sér að innheimta slysabætur fyrir sína viðskiptavini: „Þjónustan snýst um að fylgja málum eftir alla leið frá lögfræðilegu sjónarhorni og þá getur fólk frekar einbeitt sér að endurhæfingunni.“

Að sögn Hrafnkels Odda dekka lögboðnar tryggingar flest líkamstjón sem verða vegna slysa. „Það er til dæmis algengur misskilningur að maður eigi ekki rétt á bótum ef maður var í órétti í umferðarslysi. Það er alls ekki þannig. Lögboðnar tryggingar dekka líkamstjón í umferðarslysum og það sama má segja um vinnuslys. Vinnuveitanda er skylt að vera með slysatryggingu launþega sem hægt er að sækja í ef starfsfólk slasast.“

Þá er, að sögn Hrafnkels Odda, fremur sjaldgæft að dómsmál verði vegna innheimtu fyrirtækisins á bótum fyrir sína viðskiptavini en Slysabætur.is eru að sjálfsögðu alltaf tilbúnar að sækja málin alla leið ef á þarf að halda. Fyrirtækið er hins vegar í góðu sambandi við tryggingafélögin og oftast eru greiddar út bætur án aðkomu dómstóla. „Við og viðkomandi tryggingafélag komum okkur saman um matsmenn sem meta líkamstjón einstaklingsins og það mat verður síðan grundvöllur bótanna,“ segir Hrafnkell Oddi.

Fyrsta viðtal frítt og engin þóknun ef ekki næst árangur

Fyrsta viðtalið hjá fyrirtækinu er alltaf frítt. „Fólk getur hringt til okkar eða sent tölvupóst og kannað rétt sinn og bókað fund með okkur í leiðinni. Við leggjum mikla áherslu á að fræða fólk um þann rétt sem það hefur, enda getur þessi réttur oft verið nokkuð óljós,“ segir Hrafnkell Oddi og bendir jafnframt á að þóknun fyrirtækisins sé árangurstengd: „Ef ekki fást neinar bætur þá innheimtum við enga þóknun“. Fólk tekur því enga fjárhagslega áhættu er það freistar þess að fá Slysabætur.is til að sækja rétt sinn.

Slysabætur eru til húsa að Suðurlandsbraut 14, 3. hæð. Símanúmer er 588 0188 og netfang er slysabaetur@slysabaetur.is. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni slysabaetur.is en þar er að finna áhugaverðan og gagnlegan fróðleik um bótarétt við hin ýmsu slys og áföll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum