fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Samfélagsleikhús sem talar til ungmenna

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti í Hafnarfirði er farið yfir víðan völl og séð til þess að sinnt sé markhópi ungmenna á Íslandi. Það má segja að Ísland sé mikil leikhúsþjóð en reglulega hefur gleymst að sinna aldurshópnum 13 til 25 ára.

„Þessi aldurshópur fær ekkert voðalega mikið af leikverkum sem passar fyrir hann,“ segir Lárus Vilhjálmsson, einn af umsjónarmönnum Gaflaraleikhússins. „Við hugsuðum mikið til þessa hóps þegar við fórum af stað með þetta verkefni.“

Gaflaraleikhúsið var stofnað árið 2010 og auk Lárusar standa þau Gunnar Helgason, Björk Jakobsdóttir og Ágústa Skúladóttir að hópnum. Lárus segir það hafa verið stefnu leikhússins frá byrjun að leyfa ungu fólki að skrifa og leika í verkunum.

Lárus segir það setja sérstakan tón í verkið sem hittir betur í mark þegar jafningjar fjalla um veruleika ungmenna og leika unglinga frekar en að fullorðnir geri það. Lárus segir að það hafi verið mjög nauðsynlegt að auka áhuga ungs fólks á leikhúsi, en áður en Gaflaraleikhúsið hóf göngu sína var lítið í boði sem höfðaði til þess.

„Við mundum alltaf eftir því þegar Þjóðleikhúsið vantaði áhorfendur á leiðinlegustu sýningarnar sínar, þá var kallað á þennan hóp; unglingafjöldann og menntaskólanema. Það  var ekki gert til þess að auka áhuga þeirra á leikhúsinu til frambúðar. Okkur fannst þetta ekki góð leið til þess. Ég held að okkur hafi tekist vel til með það.“

Allir muna eftir fyrsta skiptinu

Hópurinn hefur á síðustu átta árum framleitt tíu ný íslensk verk bæði í samstarfi við aðra og upp á eigin spýtur. Á meðal þeirra eru verkin Blakkát, Unglingurinn, Heila Hjarta Typpi, Konubörn, Bakaraofninn, Góði dátinn Svejk og vinur hans og Stefán rís. Eitt erlent verk hefur fengið að fljóta með en það var verðlaunaverkið Hvítt frá Skotlandi, sem er fyrir yngstu börnin.

Verkið Fyrsta skiptið var frumsýnt í haust í Gaflaraleikhúsinu við frábærar undirtektir. Útlit er fyrir að það verði uppselt á sýningar fram að áramótum að sögn Lárusar. Hann segir sýninguna fjalla á smekklegan og einlægan hátt um kynlíf og allt sem tilheyrir fyrsta skiptinu, umræðu sem ekki allir foreldrar þora að taka við unglinga sína – og öfugt.

„Markmiðið hjá okkur hefur alltaf fyrst og fremst verið að setja upp skemmtilegar og vandaðar sýningar,“ segir Lárus. „Við höfum einnig séð um leiklistarnám fyrir unglingadeildir grunnskólanna í Hafnarfirði síðustu árin og eins höfum við fóstrað leiklistarfélag Flensborgarskóla. Auk þessa hafa danshópar og erlendir leikhópar tekið þátt með fjölda sýninga. Það má því segja að þetta sé líka samfélagsleikhús.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum