fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Lífsstíll

Jólatónleikar Fíladelfíu: Einstök jólastemning

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 16. nóvember 2018 11:11

Stjörnur og fjölbreytt lagaval

Jólatónleikar Fíladelfíu verða veglegir og glæsilegir að vanda þetta árið. Lagavalið er með afar fjölbreyttu sniði eins og hefur verið í þau 26 ár sem tónleikarnir hafa verið haldnir. „Við verðum með blöndu af hefðbundnum jólalögum, hressu jólagospeli og allt þar á milli. Það verður eitthvað fyrir alla og tónleikagestir mega búast við að hrífast með, fá gæsahúð og jafnvel tár í augun. Við fáum gesti á borð við Júníus Meyvant og Díselu Lárusdóttur til að koma fram með gospelkór Fíladelfíu sem leikur að venju stórt hlutverk á tónleikunum, við búumst við einstaklega góðum tónleikum í ár,“ segir Aron Hinriksson forstöðumaður hjá Fíladelfíu).

Fíladelfía Jólatónleikar
Frá tónleikunum í fyrra.


Nældu þér í miða

Jólatónleikar Fíladelfíu eru alltaf vinsælir og vel setnir enda þekktir fyrir einstök gæði og gleði. Í ár erum við með ferna tónleika, tvenna mánudaginn 3. desember og tvenna þriðjudaginn 4. desember. Salurinn í Fíladelfíu tekur allt að 500 manns og miðar eru að seljast mjög vel. Það fer því hver að verða síðastur að næla sér í miða á eina glæsilegustu jólatónleika ársins.

Fíladelfía Jólatónleikar
Alltaf flott stemning á Jólatónleikum Fíladelfíu.

„Tónleikarnir verða svo sýndir að vanda á aðfangadag á Stöð 2 í opinni dagskrá. Það jafnast þó auðvitað ekkert við að vera á staðnum og upplifa þessa óviðjafnanlegu jólastemningu sem hér ríkir ár hvert,“ segir Aron.

Fíladelfía Jólatónleikar


Allur hagnaður fer í góðgerðamál

Það skemmir svo ekki fyrir að allur hagnaður, umfram kostnað sem fer í tónleikahald, fer til þeirra sem minna mega sín. „Þetta er meira og minna sjálfboðaliðavinna og við notum salinn okkar í Fíladelfíu þannig að kostnaði er haldið í lágmarki. Á hverju ári gefum við nokkrar milljónir í góðgerðarmál. Upphæðin fer þá aðallega til annara góðgerðarsamtaka eins og Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðishersins, Kaffistofu Samhjálpar, og fleiri. Stundum höfum við gefið til einstaklinga eða fjölskyldna sem við vitum að eru í erfiðri stöðu. Þetta er ástæðan fyrir því að við höldum svo stóra tónleika ár hvert.  Það skiptir okkur langmestu máli að geta gefið, enda heita tónleikarnir Jólatónleikar Fíladelfíu, fyrir þá sem minna mega sín,“ segir Aron.

Fíladelfía Jólatónleikar

Tónleikarnir eru haldnir í húsnæði Fíladelfíu, Hátúni 2, 105 Rvk

Miðar fást á miðasöluvefnum midi.is

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Lífsstíll
Fyrir 23 klukkutímum

Fjölskyldan sameinast yfir hljóðbókum

Fjölskyldan sameinast yfir hljóðbókum
Lífsstíll
Í gær

Ostur er sjálfsagður veislukostur

Ostur er sjálfsagður veislukostur
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Reykjavík Röst: Það ilmar allt af jólakanil

Reykjavík Röst: Það ilmar allt af jólakanil
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Fisherman: Ein besta fiskisjoppa úthverfanna

Fisherman: Ein besta fiskisjoppa úthverfanna
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Ban Kúnn: Ferskur tælenskur matur frá hjartanu

Ban Kúnn: Ferskur tælenskur matur frá hjartanu
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum
Jólabækur Drápu
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Allt fyrir nuddarann og aðra sem starfa í heilsugeiranum

Allt fyrir nuddarann og aðra sem starfa í heilsugeiranum
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Matarkjallarinn býður upp á einstaka matarupplifun á aðventunni

Matarkjallarinn býður upp á einstaka matarupplifun á aðventunni
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Aðventuljóminn eykst með hverjum tónleikum

Aðventuljóminn eykst með hverjum tónleikum
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Tónskóli Sigursveins: Glæsileg tónleikadagskrá

Tónskóli Sigursveins: Glæsileg tónleikadagskrá