fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Ferðafólk og Íslendingar sækja í snorklið

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silfra er einn besti köfunarstaður á Íslandi og af mörgum talinn vera á heimsmælikvarða. Ástæðan er mikið skyggni í tæru grunnvatninu og stórfenglegt umhverfi Silfru. „Þetta er á skilunum þar sem Evrópuflekinn og Ameríkuflekinn færast í sundur og þau færast um tvo sentimetra á ári,“ segir Héðinn Þorkelsson hjá köfunarþjónustunni Diving Island, en hann fullyrðir að Silfra sé alltaf vinsæll köfunarstaður á meðal heimafólks og ferðamanna.

Héðinn er stofnandi Diving Island og sinnir þjónustunni ásamt Einari Erni Ágústssyni, en köfunarfyrirtækið hefur hlotið stórgóðar undirtektir á vefnum TripAdvisor. Þar eru flestir ummælendur sammála um faglega þjónustu með persónulegum blæ og fróðleik. Þjónustan hófst í fyrrasumar og hafa viðtökur verið vonum framar.

Héðinn hefur verið virkur kafari í tæp fimmtán ár og segir að þótt enginn skortur sé á köfunarþjónustu, skipti miklu máli að veita fræðslu og persónulega þjónustu. Segir hann það vera ástæðuna fyrir því að Diving Island hugsi smærra og vilji bjóða upp á ferðir með færra fólki í einu. Einnig bætir hann við að það sé mikil samkeppni um snorklið.

„Það er fjöldi fólks sem fer í það, ekki síst vegna þess að skilyrði vegna köfunar í Silfru eru þrengri. Maður þarf til dæmis að hafa köfunarréttindi en þetta eru að mestu snorklarar hjá okkur núna og mikið sóst eftir því. Við reynum að veita fólki sem besta upplifun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum