fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Kynning

3 Skref bókhaldsþjónusta: Sérfræðingar í öllu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systurnar Ingibjörg og Katla Þorsteinsdætur reka áreiðanlega vinalegasta bókhaldsfyrirtæki á Íslandi þótt víða væri leitað. „Viðskiptavinir 3 Skrefa halda trausti við okkur enda kunna þeir að meta þá persónulegu og vinalegu þjónustu sem við veitum. Það hefur sýnt sig að brottfall er ótrúlega lítið hjá okkur. Þegar viðskiptavinurinn er kominn til okkar þá vill hann ekki fara neitt annað,“ segir Ingibjörg. Reksturinn segja þær að gangi snuðrulaust fyrir sig. „Það er alger klisja að systur geti ekki unnið saman, hvað þá rekið saman fyrirtæki. Við hjá 3 Skrefum erum allar með mikið jafnaðargeð og vinnum vel saman. Við höfum allar okkar sérstöðu og sérþekkingu innan fyrirtækisins og verkaskipting er skýr. Þrátt fyrir það er mikilvægt að allir vinni vel saman og sitji ekki hver úti í sínu horni,“ segir Katla.

 

3 Skref geta allt

Á rúmlega tveimur árum hafa 3 Skref stækkað umtalsvert. Starfsmennirnir eru orðnir sex og eru þær með um 60-70 fyrirtæki á sinni könnu. „Þetta eru margskonar fyrirtæki. Verslanir, læknastofur, veitingastaðir, hönnunar- og framleiðsufyrirtæki, ferðaþjónustufyrirtæki, iðnaðarmenn og margt fleira. Einnig er mjög mismunandi hvaða þjónustu við veitum hverju fyrirtæki. Við sérsníðum lausnir fyrir hvern og einn og veitum þá þjónustu sem fyrirtækið þarfnast og óskar eftir,“ segir Katla.

Katla og Ingibjörg Þorsteinsdætur.

Reynsluboltar

Ingibjörg og Katla búa báðar yfir gríðarstórum reynslubanka þegar kemur að reksti fyrirtækja. Ingibjörg er menntaður viðskiptafræðingur og hefur starfað við fjálmálastjórn í einkageiranum og á opinberum vettvangi. Katla er menntaður lögfræðingur og hefur séð um rekstur og starfsmannastjórnum en lengst af starfaði hún sem framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða Krossins svo lítið eitt sé nefnt.

 

Vildu vinna saman

Fyrir um 18 árum síðan byrjaði Ingibjörg að sjá um bókhald fyrir fáein fyrirtæki meðfram því sem hún starfaði sem fjármálastjóri hjá opinberu fyrirtæki í um 10 ár. „Svo fann ég að mig langaði miklu frekar að sökkva mér í eigin rekstur á bókhaldsfyrirtæki,“ segir Ingibjörg. „Það var einmitt á sama tíma og ég var að hugsa mér til hreyfings. Ég starfaði sem lögfræðingur hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna. Við systurnar ákváðum þá að fara saman í rekstur og árið 2016 settum fyrirtækið okkar, 3 Skref í forgang í atvinnulífi okkar,“ segir Katla. Þess má geta að Útfararstofa Kirkjugarðanna fylgdi Kötlu inn í 3 Skref enda vann hún frábært starf hjá fyrirtækinu.

 

3 Skref – snillingar og skutlur

Konurnar hjá 3 Skrefum eru snillingar þegar kemur að lögfræðiþjónustu, fjármálum eða bókhaldi. „Við sjáum um skil á virðisaukaskattskýrslum, launum og launaseðlum, lífeyrissjóði og staðgreiðslu. Þá sjáum við um ráðningasamninga sé þess óskað. Hjá sumum fyrirtækjum sjáum við einnig um greiðslur á opinberum og launatengdu gjöldum. Samfara bókhaldsþjónustunni þá bjóðum við upp á lögfræðiþjónustu og eignaskiptayfirlýsingar, en Katla hefur einmitt réttindi til beggja,“ segir Ingibjörg. „Eignaskiptayfirlýsingarnar eru stækkandi þáttur í starfsemi okkar enda er það skylda að gefa þær út við breytingar eða eignaskipti í fjölbýli,“ segir Katla. 3 Skref býður upp á að koma á staðinn og vinna bókhaldið innan fyritækisins ef fólk óskar eftir því. „Einnig getum við sendst eftir gögnunum og þá fer „skutlan“ okkar, hún Hrönn,“ í það mál en ásamt því sinnir hún ýmsum öðrum erindagjörðum fyrir okkur segir Katla. „En yfirleitt kemur fólk til okkar með gögnin sín. Þá hefur fólk líka ráð til þess að spyrja út í frekari atriði og ræða við okkur.“

Sérfræðingur í öllu

„Sumir hafa verið svo ánægðir með okkur að þeir hafa beðið okkur um að sjá hreinlega um allt sem viðkemur fjármálum og jafnvel borga alla reikninga. Við tökum þessu auðvitað fagnandi  og sem miklu trausti en bendum þó á að það sé mikilvægt að eigandi eða stjórnandi hafi yfirsýn yfir mismunandi þætti fyrirtækisins. Ég þekki það sjálf sem annar eigandi 3 Skrefa að það er nauðsynlegt að einhver sé með puttann á púlsinum í öllum málum. Það er raunar mitt aðalstarf innan fyrirtækisins, að vera allt í öllu,“ segir Ingibjörg sem er titluð af samstarfskonum sínum sem „sérfræðingur í öllu“.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á www.3skref.is og á Facebooksíðunni 3 Skref bókhaldsþjónusta

Þarabakki 3, 2. hæð, 109 Reykjavík

Netfang: 3skref@3skref.is

Sími: 578-6800

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum