fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

UniqueArt.is: Einstök listaverk sem þú býrð til sjálfur

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir, Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstök listaverk – Veggspjöld – Dagatöl

Einstök listaverk sem þú býrð til sjálfur

Á heimasíðunni Uniqueart.is er að finna eitt mesta úrval af veggspjöldum á íslandi. En þar er bæði hægt að kaupa á mjög hagstæðu verði tilbúin listaverk eða setja saman sín eigin listaverk með einstæðum hætti.

Þú getur búið til þitt eigið veggspjald frá grunni eða notað útlit sem er í boði. Þú getur sett inn þínar eigin myndir, sett inn texta, skipt um bakgrunn og grafík.

Það eru skýrar leiðbeiningar í boði þegar maður byrjar og það er mjög skemmtilegt að nota sínar eigin myndir. Það er nýjung á Íslandi að einstaklingar geti búið til sín eigin plaköt og notað útlit sem er búið að hanna.

„Þetta byrjaði sem áhugi á því að búa til listaverk sem væru einstök, þaðan kemur nafnið UniqueArt. Svo færðist þetta yfir í að geta boðið einstaklingum upp á að geta búið til sín eigin veggspjöld. Undanfarið höfum við svo verið að setja áheyrsluna meira á að bæta við fleiri tegundum svo að við verðum með mesta úrval af veggspjöldum á íslandi. Við viljum vera með eitthvað fyrir alla,“ segir Daði Már Jónsson prentsmíðameistari, stofnandi UniqueArt.

„Einstöku listaverkin sem eru merkt með raðnúmeri eru bara framleidd einu sinni, en hugmyndin á bak við þau er að hver persóna sé einstök og ætti að hafa sitt eigið listaverk sem er einstakt. Þessi vinnsla á stafrænum listaverkum hefur ekki sést áður á Íslandi og er sjaldgæf í heiminum.“

Upprunalega listaverkið er brotið niður í parta og er svo sett saman aftur úr langri talnarunu sem flóknar stærðfræðiformúlur búa til eftir að þær eru staðfestar einstakar úr sérstökum gagnagrunni.

Plakat sem þú býrð til sjálf(ur)

„Það er mjög mikið úrval í boði á síðunni okkar, þarf því að gefa sér smá tíma til að skoða hvað er í boði og ákveða hvað passar best. Vefverslunin hefur hingað til hlotið góð viðbrögð og við erum jákvæð á framhaldið,“ segir Daði.

Það er auðvelt að búa til sitt eigið veggspjald, nú getur þú fegrað veggina á heimilinu með einstökum listaverkum sem þú hannar og velur. Eitthvað sem hæfir bæði persónuleika þínum og smekk. Myndir sem fanga allar góðu minningarnar. Hamingjudaga með fjölskyldunni, barnsfæðingar, afmæli, brúðkaup, ferðalög og bara allt sem þér dettur í hug. Augnablikin sem þú vilt fanga í mynd.

Verkin eru prentuð út á vandaðan pappír og það er líka hægt að fá þau innrömmuð.

Á vefnum uniqueart.is er hægt að kaupa bæði tilbúin listaverk og setja saman sín eigin verk á einfaldan og skemmtilegan hátt með aðferð sem lærist af sjálfu sér á vefnum.

Sjá nánar á uniqueart.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum