fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Kynning

Siðferði og umhverfisvernd í fyrirrúmi  

Kynning
Kynningardeild DV
Mánudaginn 12. nóvember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ethic er íslensk verslun sem leggur áherslu á umhverfisvænar vörur framleiddar á siðferðislega réttan hátt. Upphaflega hófst þetta ástríðufulla áhugamál hjá hjónunum Matthíasi Haraldssyni og Hafrúnu Ósk Pálsdóttur sem netverslunin www.ethic.is áður en opnuð var glæný verslun á Suðurlandsbraut 4A. Verslunin er opin alla virka daga frá 12 til 18 og er opið annað slagið um helgar, en þá er það sérstaklega auglýst.

Samkvæmt eigendunum er markmið verslunarinnar að bjóða Íslendingum fatnað og skó sem framleiddir eru með umhverfisvernd, siðferði og FairTrade að leiðarljósi á sambærilegu verði og gengur og gerist í Skandinavíu og Evrópu. Fataiðnaðurinn er einn mest mengandi iðnaður í heiminum í dag en þeir framleiðendur sem Ethic er í samvinnu við nota eingöngu umhverfisvæn efni við sína framleiðslu, borga sanngjörn laun og tryggja góðar vinnuaðstæður fyrir starfsfólk svo fátt eitt sé nefnt.

„Við veljum framleiðendur sem eru með umhverfisvæna framleiðslu og vinna eftir FairTrade-hugsjóninni,“ segir Matthías. Við erum með hágæðaskó frá sænska merkinu Kavat sem hafa reynst ótrúlega vel við íslenskar aðstæður en Kavat hefur verið í skóframleiðslu síðan 1945 og notið mikilla vinsælda í Skandinavíu. Nú er farið að kólna í veðri og Kavat er með frábær kuldastígvél og kuldaskó á börnin ásamt flottum vatnsheldum leðurskóm fyrir börn og fullorðna.“

Verslunin sérhæfir sig einnig í barnafötum frá Mini Rodini, kvenfatnaði frá People Tree, Frieda Sand, Jan ’N June og fleiri framleiðendum sem eiga það sameiginlegt að vinna eftir FairTrade-hugsjóninni, sem gengur út á sjálfbærni og er með umhverfisvernd að sjónarmiði.

Þau hjónin bæta við að þau planti tré fyrir hverja selda vöru og sé það gert til þess að jafna kolefnissporin sem myndast við flutning á vörum til viðskiptavina. „Fyrir árið 2017 plöntuðum við þúsund plöntum ekki langt frá Egilsstöðum,“ segir hann og tekur fram að spennandi verði að fylgjast með þeim fjölda trjáa sem verður plantað fyrir sölu þessa árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum