fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 14. september 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósboginn er verslun sem sérhæfir sig í sölu alternatora og startara í allar tegundir bíla, vinnuvéla og báta. Við leggjum mikla áherslu á að eiga fjölbreyttan lager af original og eftirmarkaðs vörum frá birgjum í Hollandi, Þýskalandi og víðar. Einnig flytjum við inn rafstöðvar í öllum stærðum og eigum til á lager rafstöðvar frá 1–6kW. Síðan erum við með mikið úrval af ljósabúnaði á kerrur og vagna, vinnuljós og viðvörunarljós. Aðalljós og afturljós á vörubíla og hjólkoppar frá 15“ upp í 22.5“ fyrir vöru- og sendibíla.

Saga fyrirtækisins
Ljósboginn var stofnaður árið 1957 af Sveini B. Ólafsyni rafvélameistara. Var fyrirtækið þá staðsett að Hverfisgötu. „Þar unnu menn aðallega við að vinda rafmótora og við viðgerðir á dínamóum og störturum. Einnig var unnið við húsaraflagnir og rafvélaviðgerðir ásamt fleiri tilfallandi verkefnum svo sem viðgerðir á jólaseríum og einnig öðrum heimilisrafmagnsáhöldum. Á þessum tíma var náttúrlega engu hent sem einhver not voru í. Það var reynt eftir fremsta megni að lægfæra alla hluti,“ segir Sveinn.

Reksturinn breytist
Árið 1980 festi Ljósboginn kaup á húsnæði að Mjölnisholti. Þar var mun rýmra um reksturinn og var innflutningur á efni til endurnýjunar á rafmótorum, dínamóum og störturum orðinn mun umsvifameiri. Árið 1986 flutti Ljósboginn í Rauðagerði, en þá hætti Sveinn viðgerðum á rafmótorum, alternatorum og störturum. Hann sneri sér þá aðallega að innflutningi á alternatorum og störturum og tengdum varahlutum. Næstu árin þjónaði fyrirtækið aðallega rafvélaverkstæðum og einstaklingum.

Reksturinn í dag
Árið 2006 seldi Sveinn Ljósbogann til Ársæls Friðrikssonar og Þórarins Ásgeirssonar. Fljótlega eftir söluna flutti Ljósboginn að Bíldshöfða 14 í stærra húsnæði. Nýju eigendurnir hafa unnið í því að fjölga vöruflokkum til að geta sinnt þörfum viðskiptavinanna sem allra best og bjóða góðar vörur á hagkvæmu verði.

Ljósboginn

Nánari upplýsingar má nálgast á www.ljosboginn.is
Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sími: 553-1244
Netpóstur: ljosbogin@ljosboginn.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum