fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Kynning

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 9. nóvember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MD Vélar var stofnað í byrjun árs 1990 til að annast sölu, ráðgjöf og þjónustu fyrir Mitsubishi diesel vélar á Íslandi og öðrum búnaði sem tengist þeim. Starfsemin hefur aðallega snúist í kringum sjávarútveginn og veitir fyrirtækið vélaþjónustu, sölu varahluta og viðgerðarþjónustu. „Við erum með umboð fyrir Mitsubishi og SOLE Diesel vélar frá Spáni. Við erum með stóran varahlutalager en getum einnig útvegað varahluti með stuttum fyrirvara ef þeir eru á lager hjá birgja, þetta þýðir það að ef þú kemur til okkar að morgni og pantar varahlut geta varahlutirnir verið komnir í okkar hendur um hádegi næsta virka dag. Við leggjum metnað í að veita okkar viðskiptavinum bestu þjónustu og ráðgjöf,“ segir Laila Björk Hjaltadóttir, fjármála- og viðskiptastjóri MD Véla.

MD Vélar

Alhliða þjónusta VW Compensators

Í fyrra fékk MD Vélar nýtt umboð á þenslutengjum frá VM Kompensator í Danmörku sem býður upp á fyrsta flokks þenslutengi. „Sérstaða VM Kompensator er að þeir bjóða upp á alhliðaþjónusta frá A-Ö. Þá fara þeir út í fyrirtækin og mæla, ráðleggja og sérhanna eftir þörfum. Þá bjóða þeir einnig upp á uppsetningu fyrir kúnnann,“ segir Laila. VM Kompensator framleiða vef- og stáltengi eftir óskum og þörfum viðskipavinarins og eru einnig með umboð fyrir gúmmítengi frá Trelleborg. Stáltengin fást frá DN25-DN5000 en veftengin eru sérhönnuð eftir þörfum, náið samstarf við viðskiptavininn er lykilatriði til að tryggja að tengin standist þær kröfur og aðstæður sem eru fyrir hendi.

VM Kompensator hefur það fram yfir marga aðra aðila að veita alhliða þjónustu og margra ára sérþekkingu starfsmanna. Einnig bjóða þeir upp á þá aukaþjónustu fyrir stærri fyrirtæki að mæla ástandið á þenslutengjum til að koma í veg fyrir tjón og að tryggja rekstraröryggi. „Ef svona tengi fara þá getur það valdið gríðarlegu tjóni og þess vegna er mikilvægt að vera með réttu tengin og skipta þeim út áður en skaðinn skeður,“ segir Laila.

MD Vélar

Nánari upplýsingar má nálgast á www.mdvelar.is

Vagnhöfða 12, 110 Reykjavík

Opnunartími Skrifstofu: Mán–Fös 8.00–16.00

Sími: 567-2800

Netfang: mdvelar@mdvelar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum