fbpx
Lífsstíll

Sægreifinn: Siginn fiskur, selspik, skata og gamlar hefðir í heiðri

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. október 2018 10:00

Þeir gömlu félagar, Kjartan Halldórsson og Hörður Guðmannsson, opnuðu veitingastaðinn Sægreifann árið 2003 en þeir voru fyrir með glæsilega fiskverslun og ætluðu sér raunar aldrei út í veitingarekstur. En frá fyrsta degi hefur Sægreifinn notið mikilla vinsælda, ekki síst vegna þess að þar er haldið í hefðir og boðið upp á hefðbundið fiskmeti sem Íslendingar hafa snætt í gegnum aldirnar.

Sægreifinn er til húsa að Geirsgötu 8 við höfnina í Reykjavík. Núverandi eigendur eru hjónin Elísabet Jean Skúladóttir og Daði Steinn Sigurðsson. Rekstrarstjóri er Ester Hansen og hún fræðir okkur lítillega um það spennandi, árstíðabundna fiskmeti sem verður á boðstólum á næstunni og margir munu snæða af bestu lyst fram að jólum.

„Við byrjum að afgreiða signa fiskinn 9. október og svo verður hann á boðstólum annan hvern þriðjudag fram að maí. Selspik er borið fram með signa fiskinum ásamt kartöflum og öðru tilheyrandi. Í eftirrétt er síðan „Steingrímur“, eins og Kjartan gamli kallaði alltaf grjónagrautinn. Kolla okkar sér til þess að héðan standi menn sáttir upp frá borðum,“ segir Ester.

Skatan byrjar  fyrsta laugardaginn í nóvember og verður svo á boðstólum fyrsta laugardag hvers mánaðar fram að maí. Skatan verður síðan daglega á borðum frá 17. til 23. desember en þá verður jólastemningin í algleymingi með skötuilmi dag eftir dag.

Kolla á Sægreifanum með krásirnar

„Þessi gamli góði matur er í uppáhaldi hjá mörgum en hann fæst ekki víða. Við viljum halda í þessar gömlu venjur og hingað koma til dæmis hópar Ólafsfirðinga og stórfjölskyldur hittast oft í skötunni hjá okkur fyrir jólin,“ segir Ester.

Sægreifinn er opinn alla daga frá kl. 11.30 til 22.00. Ekki verður um hlaðborð að ræða með þessum sjávarkrásum heldur verður skammtað á diskana en þó hægt að fá ábót ef beðið er fallega.

Sjá nánar á Facebook-síðunni Sægreifinn og vefsíðunni saegraefinn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

ET Verslun: Vinnuljós og öll ljós á bíla

ET Verslun: Vinnuljós og öll ljós á bíla
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Lýsing & Hönnun er með lausnir fyrir alla

Lýsing & Hönnun er með lausnir fyrir alla
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hljóðfærahúsið: Kveikir neistann hjá upprennandi tónlistarfólki

Hljóðfærahúsið: Kveikir neistann hjá upprennandi tónlistarfólki
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Klæðskeralistin í öndvegi: Gefðu sérsniðna jólagjöf

Klæðskeralistin í öndvegi: Gefðu sérsniðna jólagjöf
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Gjafakort á Humarhúsið er upplifun sem endist

Gjafakort á Humarhúsið er upplifun sem endist
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hágæðanudd og ógleymanleg gæsapartí

Hágæðanudd og ógleymanleg gæsapartí
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Inga Rós er með bás í Barnaloppunni: „Allir græða“

Inga Rós er með bás í Barnaloppunni: „Allir græða“