fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Kynning

Jólahlaðborð Stracta Hótels: Veisla í sunnlenskri náttúrufegurð

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stracta Hótel er rómaður gististaður á Hellu, nánar tiltekið að Rangárflötum 4. Stutt er frá hótelinu í allar helstu náttúruperlur Suðurlands og þjónusta og aðbúnaður á hótelinu sjálfu er til sóma. Undanfarin ár hefur Stracta Hótel boðið upp á jólahlaðborð sem hafa mælst afar vel fyrir. Sumir slá þar tvær flugur í einu höggi og gista einnig.

Að þessu sinni býður Stracta Hótel upp á gistingu í tveggja manna herbergi með morgunverði ásamt jólahlaðborði á sérstöku tilboði: 16.400 kr. á mann. Aðgangur að heitum pottum og gufubaði í glæsilegum hótelgarði er innifalinn fyrir alla gesti. Það er fullkomin leið til að slaka á fyrir notalegt og skemmtilegt kvöld.

Eyrnakonfekt og jólakrásir

Verð á jólahlaðborðinu án gistingar er aðeins 8.800 kr. Meðal forrétta eru þrjár tegundir af síld, grafinn og reyktur lax, lifrarkæfa með beikoni, grafið hrossakjöt, jólaskinka, sjávarréttasalat, tvíreykt hangikjöt og margt fleira.

Í aðalrétt er meðal annars hvítlauksmarinerað lambalæri, purusteik, Royal-kjúklingabringa og fisk- og grænmetisréttir að hætti kokksins.

Af meðlæti má nefna Waldorf-salat, rauðkál, sykurbrúnaðar kartöflur, villisveppa- og rauðvínssósu og margt fleira. Í eftirrétt er til dæmi Ris a la Mande með kirsuberjasósu, ferskir ávextir og hvít súkkulaðimús.

Jólahlaðborðin eru þessa daga: 17. og 24. nóvember, 1. og 8. desember – sem eru laugardagar. Aðra daga er boðið upp á jólahlaðborðið fyrir stærri hópa.

Hinir frábæru tónlistarmenn Margrét Grétarsdóttir söngkona og Hrafnkell Óðinsson, sjá um að koma gestum í jólastemningu með sannkölluðu eyrnakonfekti meðan á borðhaldi stendur.

Upplýsingar og bókanir eru í gegnum netfangið info@stracta.is eða í síma 531-8010.

Sjá nánar á vefnum: https://www.stractahotels.is/is/jolaladbord

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Alda Karen gengin út
Kynning
Fyrir 3 dögum

250 litir: Gott orðspor er gulli betra

250 litir: Gott orðspor er gulli betra
Kynning
Fyrir 4 dögum

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna
Kynning
Fyrir 5 dögum

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna
Kynning
Fyrir 1 viku

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“
Kynning
Fyrir 1 viku

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu
Kynning
Fyrir 1 viku

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn