fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

432 – 202

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Kynning

Vefverslunin Eftirtekt: Njóttu töfrandi haustbirtu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. október 2018 10:00

Í hugum margra býður haustið ekki síður upp á notalega útiveru en sumrið. „Í hauststillum finnst mér huggulegt að sitja í einum af garðstólunum mínum á pallinum, þá sit ég á gæru með teppi yfir mér og læt loga á olíulukt eða kertalukt sem gefur frá sér afar fallega birtu. Þegar kaldara er úti og jafnvel komin snjóföl þá læt ég ljósin á luktunum mínum gjarnan loga á pallinum en er inni og nýt þess að horfa inn í hauströkkið út um gluggann í stofunni. Litirnir í náttúrunni eru fallegir á haustin og það er hægt að skapa töfrandi stemningu á pallinum þegar fer að rökkva,“ segir Elín Björg Ingólfsdóttir, útstillingahönnuður og eigandi vefverslunarinnar Eftirtekt.is.

Meðal vinsælla vara í versluninni eru einmitt framannefndir garðstólar og olíuluktir. „Þetta byrjaði á því að ég hóf að flytja inn garðstóla fyrir um fjórum árum, nokkuð sérstaka garðstóla sem framleiddir eru í Eistlandi og hafa náð miklum vinsældum. Stólarnir eru eingöngu festir saman með snæri úr hampi og eru fáanlegir í nokkrum viðartegundum. Ég er búin að selja um 130 svona stóla, bæði til einstaklinga og hótela,“ segir Elín, sem brátt tók að auka vöruúrvalið. Meðal vinsælla vara í dag eru m.a. svartar, afar stílhreinar og fallegar olíuluktir, bæði til að standa á borði eða til að stinga niður í blómapotta, beð,  gras eða í snjóskafl. Nokkra hefur Elín selt til að setja á leiði í kirkjugörðum.

Góður uppruni vörunnar og Fair Trade-hugsun

Meðal annarra vara í versluninni má nefna stóra blómapotta til að hafa utanhúss, til dæmis á pallinum eða stéttinni fyrir framan húsið. „Einnig hefur áherslan verið á inniblómapotta, því blóm eru ekki bara falleg og augnayndi, þau auka líka loftgæðin í íbúðinni,“ bendir Elín á. Um er að ræða potta úr endurunnum pappír sem framleiddir eru í Srí Lanka og eru með Fair Trade-vottun sem þýðir að þeir hafa verið framleiddir við góðar aðstæður og fyrir sanngjörn laun. Elín leggur áherslu á að reyna að þekkja vel uppruna þeirra vara sem hún selur og þar má nefna tvö önnur skemmtileg og falleg dæmi.

„Við erum núna að taka í sölu stormkerti sem enginn annar hér á landi selur, en þau eru með 90 klukkustunda brennslutíma, stór og mikil kerti í flottum áldósum. Dósirnar má síðan endurvinna eða nota sem blómapotta. Þessi kerti eru framleidd úr hreinsuðu endurunnu vaxi og lituð svört. Þau koma frá Danmörku og eru unnin á vernduðum vinnustað fyrir fólk með geðraskanir,“ segir Elín en hún selur líka vörur frá vernduðum vinnustað á Íslandi:

„Ég er að fara að taka í sölu falleg kerti sem framleidd eru á vernduðum starfsþjálfunarvinnustað hér á Akureyri, sem heitir Plastiðjan Bjarg – Iðjulundur. Það hefur verið frekar erfitt að nálgast þessi kerti, sérstaklega í Reykjavík, en nú verð ég með nokkrar tegundir og liti til sölu. Meðal annars lurkakertin sem framleidd voru fyrst fyrir Margréti Jónsdóttur leirlistakonu og passa í stjakana hennar sem margir eiga. Við Akureyringar erum stoltir af þessari kertaframleiðslu hér í bæ enda sannarlega um gott málefni að ræða. Það er alltaf gaman að láta gott af sér leiða um leið og maður kaupir sér góða vöru.“

Sjá nánar á eftirtekt.is. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri en að sjálfsögðu sendir verslunin vörur hvert á land sem er og er opin allan sólarhringinn. Eftirtekt er líka á Facebook undir eftirtekt.is og á Instagram: eftirtekt_vefverslun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Ombrello á rúðuna: Undraefni sem eykur öryggi

Ombrello á rúðuna: Undraefni sem eykur öryggi
Kynning
Fyrir 4 dögum

Würth: Gæðin oft ódýrari þegar upp er staðið

Würth: Gæðin oft ódýrari þegar upp er staðið
Kynning
Fyrir 5 dögum

Þörunga magnesíum: Dregur úr sykurlöngun og streitu

Þörunga magnesíum: Dregur úr sykurlöngun og streitu
Kynning
Fyrir 1 viku

Girnilegar nýjungar frá Castello

Girnilegar nýjungar frá Castello
Kynning
Fyrir 1 viku

Mýrin vatnsleikfimi: Heilsuefling í vatni

Mýrin vatnsleikfimi: Heilsuefling í vatni
Kynning
Fyrir 1 viku

Kísilsteinefnið inniheldur hreinan jarðhitakísil

Kísilsteinefnið inniheldur hreinan jarðhitakísil
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jólagjöfin í ár er svalir

Jólagjöfin í ár er svalir
Kynning
Fyrir 2 vikum

Fyrsta skiptið hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda

Fyrsta skiptið hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda