Lífsstíll

Vonir.is: Blómleg ilmkerti og umhverfisvænar jólagjafir

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. október 2018 14:00

Blómlaga ilmkerti í alls konar litum eru á meðal þess sem vefverslunin Vonir.is býður upp á en þessi fallegu kerti skapa fegurð og stemningu í skammdeginu. Kertin geta hvort sem er verið hluti af jólaskreytingu eða einfaldlega lýsandi híbýlaprýði í hauströkkrinu. Þá tilheyrir líka að kveikja á reykelsi og framkalla unaðslegan og dálítið mystískan ilm en hjá Vonir.is er að finna gott úrval af reykelsum. Von er á reykelsum með jólailmi í verslunina innan tíðar.

Vonir.is er vefverslun með alls konar fallega hluti fyrir heimilið; skartgripi, ilmvörur og fleira. Þess má geta að nú stendur yfir rýmingarsala á skartgripum í versluninni og því hægt að gera mjög góð kaup.

Verslunin er í eigu Hönnu Margrétar Úlfsdóttur sem búsett er á Þórshöfn. Hún rekur fyrirtækið samhliða kennaranámi sínu við Háskólann á Akureyri en það stundar hún í fjarnámi. Staðsetning og fjarlægðir skipta því engu máli í lífi Hönnu því hún sendir varninginn úr versluninni hvert á land sem er og námið stundar hún líka í heimabyggðinni, Þórshöfn.

Gjafabréfin eru áhugaverður kostur

Fjölbreytni einkennir vefverslunina og þess vegna eru gjafabréf áhugaverður kostur. Hægt er að kaupa gjafabréf fyrir 3.000, 5.000, 10.000 og 15.000 krónur. Skýrar og góðar upplýsingar um kaup á gjafabréfum er að finna á heimasíðunni, Vonir.is.

Umhverfisvænar áherslur og Fair Trade

Umhverfisvernd og Fair Trade eru gegnumgangandi stef í öllu vöruúrvali hjá Vonir.is. Eingöngu eru seldar vörur frá aðilum með Fair Trade-vottun eða sambærilega staðfestingu. Þannig er tryggt að vörurnar séu búnar til við góð skilyrði og allt starfsfólk fær sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Auk þess er stuðlað að umhverfisvernd með því að nota endurunnin hráefni og hráefni sem aflað er á sjálfbæran hátt.

Þess má geta að undanfarið hefur selst mikið af bambustannburstum og margnota sogrörum úr ryðfríu stáli – en þessi áhugi sprettur upp í framhaldi af plastlausum september.

Nánari upplýsingar á vonir.is og í síma 846-3237.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Opnunarhátíð Veltis

Opnunarhátíð Veltis
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

3 Skref bókhaldsþjónusta: Sérfræðingar í öllu

3 Skref bókhaldsþjónusta: Sérfræðingar í öllu
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Mi Iceland: Borgaðu minna fyrir meira

Mi Iceland: Borgaðu minna fyrir meira
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Leiguvélar Norðurlands: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta

Leiguvélar Norðurlands: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta