fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Kynning

LogoFlex: Ljósakrossarnir lýsa í skammdeginu – alíslensk framleiðsla

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. október 2018 10:00

LogoFlex er ein af stærstu skiltagerðum landsins en fyrirtækið skilar um 30 ársverkum og á þátt í að fjölmörg þekkt vörumerki lýsa upp borg og bæi þegar skyggja tekur. Vörumerkin eru of mörg til að nefna í stuttum pistli. Starfsemin er þó fjölbreyttari en svo að hún einskorðist við skiltagerð og stöðug nýsköpun einkennir hana.

Eitt af dæmunum um slíkt eru ljósakrossar á leiði. Þeir eru 100% íslensk framleiðsla innan veggja LogoFlex. Þessir fallegu krossar eru úr akrýl og hafa, að því er sýnist, glóandi kanta en ljósið kemur upp um botninn á krossinum. Engin þörf er á innstungu því ljósið gengur fyrir rafhlöðu sem endist vel – en rafhlöðurnar eru líka seldar í LogoFlex. Þrjár gerðir af krossum eru í boði: Sú einfaldasta er kross með stjörnu á, dýrari gerð er með nafni hins látna og öðrum texta á, og sú þriðja er með mynd ásamt texta. Einnig er hægt að fá leiðisljós, sem er hugsað fyrir aðstæður þar sem kross hentar ekki.

Ítarlegar upplýsingar um krossana er að finna á vefsíðunni logoflex.is auk þess sem pantanir eru gerðar og frekari upplýsingar veittar í síma 577-7701, sem og í gegnum netfangið logoflex@logoflex.is.

Lýst skilti eða ljósakassar

Logoflex smíðar einnig upplýst auglýsingaskilti eða ljósaskilti. Ýmsar gerðir eru til af ljósaskiltum, til dæmis framlýst, baklýst eða ljósakassar sem hægt er að fá í ýmiss konar útfærslu. Fyrirtækið prentar einnig umhverfismerkingar sem oftast eru límdar á álplötur eða önnur efni.

Ljósdíóðuskilti eru ein vinsælasta gerð upplýstra skilta í dag, bæði í fram- og baklýsingu. Lág orkuþörf, góð ending og miklir litamöguleikar ásamt smæð eininga gera díóðurnar að fyrirtaks ljósgjafa í hvers kyns skilti. Díóðurnar koma í nokkrum litum, en einnig sem svokallaðar RGB-díóður sem gefa kost á því að blanda þann lit sem óskað er eftir ásamt því að skipta milli lita eftir forritaðri uppskrift.

Mikið er um sérsmíði hjá Logoflex eins og gefur að skilja við umhverfismerkingar, en einnig eru framleiddar og seldar fjölmargar aðrar áhugaverðar vörur. Má þar nefna hjólaborð og rekka, úr sérstöku álsmíðakerfi, túss- og segultöflur eftir máli, þakglugga og ótal margt fleira.

LogoFlex er til húsa að Smiðshöfða 9, Reykjavík. Opið er mánudaga til föstudaga frá 8 til 16. Símanúmer er sem fyrr segir 577-7701 og vefsíða www.logoflex.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Húsaviðgerðir í yfir 20 ár

Húsaviðgerðir í yfir 20 ár
Kynning
Fyrir 2 dögum

Þ. Þorgrímsson & Co: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning

Þ. Þorgrímsson & Co: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning
Kynning
Fyrir 1 viku

Fyrirtak þjónar fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum um almennt fasteignaviðhald

Fyrirtak þjónar fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum um almennt fasteignaviðhald
Kynning
Fyrir 1 viku

Fanntófell flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði

Fanntófell flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði
Kynning
Fyrir 1 viku

Bíóhornið: Flóttaherbergið og Óskarsframlagið

Bíóhornið: Flóttaherbergið og Óskarsframlagið
Kynning
Fyrir 1 viku

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Kynning
Fyrir 1 viku

Þörunga magnesíum: Dregur úr sykurlöngun og streitu

Þörunga magnesíum: Dregur úr sykurlöngun og streitu
Kynning
Fyrir 1 viku

Girnilegar nýjungar frá Castello

Girnilegar nýjungar frá Castello