fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Hreinir Garðar: Gott að huga snemma að jólaseríunum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. október 2018 08:00

Jólaskreytingar í Smáralind

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núna eru haustverkin hafin hjá garðaþjónustunni Hreinum Görðum, þessar vikurnar kveður mest að trjáfellingum en handan við hornið er uppsetning á jólaseríunum. Hreinir Garðar eru stórtækir í þeirri þjónustu og veita fjölmörgum borgarbúum falleg jólaljós með þægilegum hætti.

„Þessa dagana erum við mest að fella tré og tæta stubba en erum líka að gróðursetja mjög mikið á þessum árstíma, á meðan veður leyfir,“ segir Þorgrímur Haraldsson, rekstrarstjóri Hreinna Garða.

Jólaseríuvertíðin er framundan

Flestum þykir gaman að hafa falleg jólaljós logandi í garðinum sínum þegar nær dregur jólum. Hreinir Garðar bjóða fólki upp á jólaseríuuppsetningu og núna er sú vertíð framundan:

„Við sjáum um allan pakkann, seljum fólki seríurnar, setjum þær upp, tökum þær niður aftur og getum geymt þær fyrir eigendurna sé þess óskað. Við erum í samstarfi við Pfaff og vinnum náið með þeim þar sem við höfum aðgang að lýsingarhönnuði sem aðstoðar okkur og viðskiptavini við flóknari skreytingar, ásamt því sem þeir útvega okkur ljósin,“ segir Þorgrímur.

Jólaskreytingar á Sand Hótel

Áður en seríurnar eru settar upp er viðkomandi garður alltaf skoðaður og uppsetningin er síðan í samráði við eigendur. Oftast er serían sett í tré eða á þakkant fyrir einkaaðila en algengt er líka að Hreinir Garðar sjái um skreytingar á svölum fyrir húsfélög. Að sögn Þorgríms er meginvertíðin í jólaseríunum frá 1. nóvember og fram í miðjan desember. Starfsmenn Hreinna Garða vinna hratt og biðtími er ekki langur en þó er heppilegt að panta uppsetninguna snemma.

„Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting á jólaseríunum sem við bjóðum upp á. Nánast allar seríur sem við setjum upp eru 24v díóður og heilt tré er í dag því eingöngu að nota sem samsvarar einni ljósaperu sem hefur nánast engin áhrif á rafmagnsreikninginn. Ástæðan fyrir því að við veljum 24v díóðu er sú að það auðveldar okkur viðgerðir ef eitthvað kemur upp á.

Það er ekkert að því að setja seríuna upp strax í október en það þarf ekki að stinga henni í samband fyrr en hentar,“ segir Þorgrímur og bendir á að bæði hann sjálfur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Þorsteinn Kristján Haraldsson, séu búnir að setja upp seríur heima hjá sér en þeim verði stungið í samband síðar.

Þess má geta að garðaskoðun og tilboðsgerð fyrir uppsetningu á jólaseríum er gjaldfrjáls. Það er því hægt að kanna málið í þaula án þess að skuldbinda sig. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni hreinirgardar.is eða í síma 571-2000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum