fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Kynning

Vellíðan, hamingjan og sjálfið mikilvægast

Kynning
Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 20. október 2018 16:00

„Heimilið á að vera griðastaður þar sem fólki líður vel. Það er mikilvægt að umkringja sig með fólki og munum sem veita okkur jákvæða orku og notalega tilfinningu, til að efla eigið sjálf, jafnt sem aðra. Til þess að geta „bestað“ okkur sjálf er mikilvægt að heimilið nái að veita aukin þægindi svo hægt sé að hlaða batteríin fyrir næstu átök,“ segir Rebekka Sigríður Pétursdóttir, eigandi netverslunarinnar Heima er gott.

Að sögn Rebekku er hún ekki týpan sem tekur að sér verkefni nema hún leggi sig 110% fram og njóti þess í leiðinni. Segir hún að hugmyndin að Heima er gott hafi orðið til í vor, en á þeim tíma voru mikil tímamót í lífi hennar. „Þetta einhvern veginn bara gerðist. Ég var nýbúin að missa pabba minn og var í starfi sem veitti mér ekki það sem ég þurfti. Verslunin og markmið mitt með henni breyttist í eins konar meðferð fyrir mig, að spreyta mig sjálf, sýna hvað í mér býr og fara að gera hlutina alveg sjálf.“

Rebekka segir verslun sína vera eins konar framlengingu af henni sjálfri, heimili hennar og öllu því sem hún stendur fyrir. „Ég vil því deila með öðrum því sem að ég hef fundið að veitir mér hamingju. Ég vil vera sanngjörn gagnvart einstaklingum og náttúrunni okkar allra, sem er svo frábær. Hún hefur gefið okkur mikið og ef við komum vel fram við hana á hún eftir að halda áfram að gefa okkur.“

Vefverslunin hefur hingað til hlotið góð viðbrögð og tekur Rebekka fram að flestir munirnir séu úr eins náttúrulegum efnum og hægt er. Vörurnar eru allar frá fólki sem hefur látið sínar hugmyndir og drauma rætast og framleiðir flest allt í höndunum, með ást og umhyggju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

MD Vélar: Þenslutengi, sérhæft fyrirtæki með alhliða þjónustu

MD Vélar: Þenslutengi, sérhæft fyrirtæki með alhliða þjónustu
Kynning
Fyrir 5 dögum

Ombrello á rúðuna: Undraefni sem eykur öryggi

Ombrello á rúðuna: Undraefni sem eykur öryggi
Kynning
Fyrir 1 viku

Þörunga magnesíum: Dregur úr sykurlöngun og streitu

Þörunga magnesíum: Dregur úr sykurlöngun og streitu
Kynning
Fyrir 1 viku

Girnilegar nýjungar frá Castello

Girnilegar nýjungar frá Castello
Kynning
Fyrir 1 viku

Mýrin vatnsleikfimi: Heilsuefling í vatni

Mýrin vatnsleikfimi: Heilsuefling í vatni
Kynning
Fyrir 1 viku

Kísilsteinefnið inniheldur hreinan jarðhitakísil

Kísilsteinefnið inniheldur hreinan jarðhitakísil
Kynning
Fyrir 2 vikum

Menntastoðir: Fjarnám í átt að stúdentsprófi

Menntastoðir: Fjarnám í átt að stúdentsprófi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jólagjöfin í ár er svalir

Jólagjöfin í ár er svalir
Kynning
Fyrir 2 vikum

Sölutraust: Uppfærður öryggisbúnaður

Sölutraust: Uppfærður öryggisbúnaður