Lífsstíll

Scangrip: Hágæða LED-vinnuljós við allra hæfi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. október 2018 14:00

Danski vinnuljósaframleiðandinn Scangrip segist vaxa á ljóshraða en sú hnyttni felur í sér töluverðan sannleika: Fyrirtækið byrjaði að sérhæfa sig í hönnun harðgerðra vinnuljósa fyrir iðnaðarmenn fyrir um tíu árum og salan hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Er Scangrip nú einn stærsti framleiðandi vinnuljósa í Evrópu.

Fossberg er söluaðili Scangrip-ljósa á Íslandi en Gunnar Örn Benediktsson, sölu- og markaðsstjóri Fossberg, segir ljósin vera afar sterkbyggð:

„Þetta eru vinnuljós með LED-ljósgjafa: kastarar, handluktir, ennisljós. Flest eru þau að einhverju leyti hönnuð með vinnu iðnaðarmanna í huga og eru gjarnan vatnsheld og höggþétt, þola vel alls konar veður og svo framvegis. Ljósin eru sterkbyggð eða það sem kallað er á ensku „robust“,“ segir Gunnar en Fossberg selur meðal annars ljóskastara sem mikið eru notaðir við byggingarvinnu:

„Ljóskastararnir sem við höfum mest verið að kynna, NOVA 3K, 5K og 10K, eru vinnuljós sem notuð eru í byggingum og flestir sem hafa gengið framhjá stillönsum eða húsum í byggingu hafa séð eldri gerðir af skyldum kösturum. NOVA-línan frá Scangrip er 21. öldin í svona ljósum. Einn viðskiptavinur á Íslandi missti NOVA 5K-hleðsluljós úr 5 metra hæð niður á malbik en gat bara sótt það og haldið verkinu áfram. Það sá varla á ljósinu.“

NOVA 10K er 10.000 lumen sem samsvarar birtustiginu á gömlu 1000W kösturunum sem flestir ættu að kannast við. NOVA 5K C+R-hleðsluljósið hefur allt að 12 klukkustunda rafhlöðuendingu.

Scangrip kynnir nýjungar í ljósum á hverju ári og hefur ár eftir ár sannað að það er fremst í þróun á LED-vinnuljósum:

„Þeir eru nú með nokkrar línur af ljósum, vinnuljós, LITE, sem er léttari lína hugsuð fyrir DIY-markaðinn, COLOUR MATCH fyrir litasannreyningu og svo EX-PROOF sem er sérstaklega ætlað á sprenginæm svæði (olíuvinnslu, gasvinnslu og annars staðar þar sem ekki má koma neinn neisti frá ljósinu). Á nýafstaðinni sýningu AUTOMECHANIKA í Þýskalandi kynntu þeir enn einn flokk ljósa, UV-CURING, sérstaklega ætluð til að flýta fyrir þornun á epoxy-efnum (lakki og lími). Nýjasta tækið frá þeim er NIGHT VIEW-ennisljós sem auk þess að vera með venjulegu ljósi er líka með rautt ljós sem spillir ekki nætursjón.“

Fossberg byrjaði að selja Scangrip-ljós árið 2014. Að sögn Gunnars var fyrirtækið hikandi í fyrstu við að taka stóra sendingu af nýrri vöru á markaðinn en viðtökurnar hafa verið geysilega góðar. „Það er sama hvað við tökum inn af þessum ljósum, það selst allt. Jafnvel týpur sem við héldum að myndu ekki seljast af því að þær eru svo keimlíkar einhverju öðru í línunni. En það er alltaf einhver sem vill aðeins stærra eða aðeins minna, þannig að við erum með alla línuna af vinnuljósum á lager,“ segir Gunnar.

Geysileg fjölbreytni er í LED-ljósum hjá Fossberg en í boði er allt frá ljósum með rafhlöðum sem kosta 995 kr. upp í 10.000 lumena ljóskastara. Fossberg býður upp á ljós sem henta jafnt bifvélavirkjum sem húsasmiðum, rafvirkjum og venjulegum borgurum til heimilisnota.

Nánari upplýsingar um Scangrip-ljósin má fá á heimasíðu Fossberg, fossberg.is. Fossberg er til húsa að Dugguvogi 6, Reykjavík, og síminn er 575-7600. Einnig má senda fyrirspurn á netfangið fossberg@fossberg.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Kyon Apparel: Glæsilegur götufatnaður

Kyon Apparel: Glæsilegur götufatnaður
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Siðferði og umhverfisvernd í fyrirrúmi  

Siðferði og umhverfisvernd í fyrirrúmi  
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Icephone: Góð kaup og umhverfisvæn símalausn í uppgerðum símum

Icephone: Góð kaup og umhverfisvæn símalausn í uppgerðum símum
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Þjótandi – Sérhæfing og ný tækni í jarðvinnu og vegagerð

Þjótandi – Sérhæfing og ný tækni í jarðvinnu og vegagerð
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Upplyfting vinnulyftur: Liprari og ódýrari

Upplyfting vinnulyftur: Liprari og ódýrari
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Cover Iceland svala- og handriðalausnir

Cover Iceland svala- og handriðalausnir
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

OneSystems: Íslenskt fyrirtæki sem þróar íslenskan hugbúnað: Hugbúnaðarlausnir fyrir stór og lítil fyrirtæki

OneSystems: Íslenskt fyrirtæki sem þróar íslenskan hugbúnað: Hugbúnaðarlausnir fyrir stór og lítil fyrirtæki