Lífsstíll

Sportsól – Áskrift í sólina og tímapantanir á netinu

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. október 2018 14:00

Sólbaðsstofan Sportsól er á rótgrónum stað að Grænatúni 1 í Kópavogi, þar sem stofan hefur verið í rúm 30 ár. Nýir eigendur tóku við fyrir rúmu ári og hefur aðsóknin aukist eftir að þeir tóku við rekstri.

„Það sem er öðruvísi hjá okkur en öðrum stofum er að við bjóðum upp á áskriftir, þar sem viðskiptavinurinn skuldbindur sig í 6 eða 12 mánuði og mætir síðan bara eins oft og hann vill og eins og honum hentar,“ segir Páll Ágúst Aðalheiðarson eigandi. „Einnig er enginn gildistími á kortum hjá okkur.“

Nýir eigendur hafa frá því að þeir tóku við rekstri lagt sig fram við að bæta og breyta því sem þurfti í rekstrinum. „Það hefur skilað góðum árangri, fleiri viðskiptavinum og aukinni aðsókn.

Í sumar bættum við einnig við einum ljósabekk, þeir eru því orðnir 8 bekkirnir hjá okkur.“

Aðspurður hvort það sé alltaf jafn vinsælt að fara í ljós, svarar Páll Ágúst að vinsældir ljósabekkja hætti aldrei: „Þetta snýst ekki um útlitsdýrkun eða að fá einhvern lit, þetta snýst að miklu leyti um að fá D-vítamínið sem þú þarft og við fáum ekki mikið af hér á landi. Svo eru margir með húðsjúkdóma, liðagigt eða annað og þurfa bara hita.“

Hópurinn sem kemur á Sportsól er mjög breiður og nefnir Páll Ágúst að sá elsti sé fæddur 1930 og hann komi nánast vikulega.

Sportsól býður einnig upp á margar tegundir af kremum, bæði í brúsum og bréfum.

Sportsól er einnig eina sólbaðsstofan á höfuðborgarsvæðinu sem býður upp á tímapantanir á netinu, en hentugt er að panta tímann á sportsol.is.

Sportsól er að Grænatúni 1, Kópavogi. Tímapantanir fara fram á sportsol.is, en nánari upplýsingar fást í 554-3799 og á sportsol.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Innréttingar og tæki: Litagleði og baðherbergislausnir fyrir nútímamanninn

Innréttingar og tæki: Litagleði og baðherbergislausnir fyrir nútímamanninn
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Skíðaðu jólastressið í kaf: Hlíðarfjall Akureyri

Skíðaðu jólastressið í kaf: Hlíðarfjall Akureyri
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Ingvasynir: Flytja hvað sem er hvert á land sem er

Ingvasynir: Flytja hvað sem er hvert á land sem er
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Leiguvélar Norðurlands: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta

Leiguvélar Norðurlands: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Smákranar: Hífa stærstu rúður á Íslandi

Smákranar: Hífa stærstu rúður á Íslandi
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Steinar í 15 ár: Við erum Steinprýði

Steinar í 15 ár: Við erum Steinprýði
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hurðir og gluggar í hálfa öld

Hurðir og gluggar í hálfa öld