fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Kynning

Fáðu litríka sokka inn um lúguna í hverjum mánuði

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. október 2018 08:00

Ef þú leitar að skemmtilegri jólagjöf þá er áskrift að sokkum klárlega málið

Þjónusta Smart Socks gengur út á að fá send til sín sokkapör einu sinni í mánuði. Sokkarnir eru litríkir og skemmtilegir og úr 100% bómull. Smart Socks var stofnað fyrir um ári og hafa viðtökurnar verið frábærar og fá þúsundir viðskiptavina nýja sokka inn um lúguna sína í hverjum mánuði.

Smart Socks býður upp á tvær áskriftarleiðir, annars vegar að fá eitt par á mánuði fyrir 990 krónur eða tvö pör á 1.790 krónur, þú velur hvaða stærð þú þarft, 34–38, 39–42 eða 43–45, en einnig er hægt að blanda saman stærðum. Enginn binditími er á áskriftinni og því hægt að segja upp hvenær sem er.

Einnig býður Smart Socks upp á svokallaða gjafaáskrift en þar er hægt að velja um 1 eða 2 pör og er hægt að gefa áskrift sem gildir í 3, 6 eða 12 mánuði og er greitt fyrir allt áskriftartímabilið í upphafi. Mögulegt er að senda kveðju með fyrstu sendingu og er gengið frá því í kaupferlinu sjálfu.

Fyrir utan það hvað það er þægilegt að fá sokka senda heim til sín í hverjum mánuði þá getur þetta líka skapað stemningu í hvaða hópi sem er, í vinahópnum, saumaklúbbnum, vinnustaðnum eða bara hjá fjölskyldunni. Viðskiptavinurinn veit ekki hvernig sokkapar hann fær og er passað upp á það að sami viðskiptavinurinn sé ekki að fá eins sokka aftur, að minnsta kosti ekki á sama árinu. Sokkarnir eru ekki allir jafn litríkir, sumir hógværari en aðrir en aðalatriðið er að einlitir svartir og hvítir sokkar eru ekki í boði.

Þú getur pantað hefðbundna áskrift, eða gengið frá kaupum af gjafaáskrift á heimasíðu Smart Socks.

Smart Socks er í samstarfi við Bleiku slaufuna og allar áskriftir sem koma inn í október renna óskiptar til þess þarfa verkefnis.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að gefa starfsfólki sínu sokkaáskrift í jólagjöf ættu að hafa samband við Smart Socks í gegnum netfangið info@smartsocks.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Húsaviðgerðir í yfir 20 ár

Húsaviðgerðir í yfir 20 ár
Kynning
Fyrir 3 dögum

Þ. Þorgrímsson & Co: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning

Þ. Þorgrímsson & Co: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning
Kynning
Fyrir 1 viku

Fyrirtak þjónar fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum um almennt fasteignaviðhald

Fyrirtak þjónar fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum um almennt fasteignaviðhald
Kynning
Fyrir 1 viku

Fanntófell flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði

Fanntófell flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði
Kynning
Fyrir 1 viku

Bíóhornið: Flóttaherbergið og Óskarsframlagið

Bíóhornið: Flóttaherbergið og Óskarsframlagið
Kynning
Fyrir 1 viku

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Kynning
Fyrir 1 viku

Þörunga magnesíum: Dregur úr sykurlöngun og streitu

Þörunga magnesíum: Dregur úr sykurlöngun og streitu
Kynning
Fyrir 1 viku

Girnilegar nýjungar frá Castello

Girnilegar nýjungar frá Castello