Lífsstíll

Settu gleðistund í jólapakkann: Gjafakort í Þjóðleikhúsið er tilvalin jólagjöf

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. október 2018 10:00

Aðsókn að leiksýningum Þjóðleikhússins hefur verið með eindæmum góð á leikárinu og vinsælar sýningar verða áfram á fjölunum eftir áramót, auk þess sem nýjar og spennandi sýningar verða frumsýndar á næstunni. Gjafakort í Þjóðleikhúsið er því kærkomin jólagjöf fyrir marga en kortið er hægt að kaupa á vef Þjóðleikhússins, leikhusid.is, eða í afgreiðslunni við Hverfisgötu.

Hér er yfirlit yfir helstu verkefni leikhússins í vetur:

Ronja ræningjadóttir – Uppselt út 2018

 Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!

Ronja ræningjadóttir er einstök saga um óvenjulega vináttu, heitar tilfinningar, hættuleg ævintýri, sorg og gleði. Salka Sól fer með hlutverk Ronju og Sigurður Þór Óskarsson leikur vin hennar, Birki. Meðal annarra leikara eru Örn Árnason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir  og Edda Björgvinsdóttir, en stór hópur leikara, dansara, barna og tónlistarfólks tekur þátt í þessari fjörugu og fallegu sýningu. Sýningin hefur hlotið einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda enda er aðsókn með því mesta sem sést hefur í leikhúsinu. Ronja ræningjadóttir verður áfram á fjölunum eftir áramót.

Einræðisherrann

Meistaraverk Charlies Chaplins á leiksviði, í bráðskemmtilegri, nýrri gerð.

Leikgerð Nikolajs Cederholms af kvikmyndinni Einræðisherranum sló rækilega í gegn hjá Nørrebro-leikhúsinu í Kaupmannahöfn á liðnu leikári, og gagnrýnendur hlóðu lofi á sýninguna!

Nú gefst íslenskum leikhúsgestum kostur á að sjá Sigga Sigurjóns stíga á svið í hlutverki flækingsins sem verður einræðisherra fyrir röð mistaka.

Heillandi, bráðskemmtileg og frumleg leiksýning um valdasýki, möguleika mennskunnar í trylltri veröld og baráttuna fyrir friði í heiminum.

Samþykki – Spennuþrungið leikrit um völundarhús sannleikans.

Kristín Jóhannesdóttir, sem leikstýrði hinni geysivinsælu sýningu Föðurnum, snýr aftur með magnaða leiksýningu.

Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu á liðnu leikári, og hefur nú verið flutt yfir á West End.

Hvers vegna er réttlætisgyðjan yfirleitt sýnd með bundið fyrir augun? Er hún óhlutdræg? Eða getur hún verið blind á tilteknar staðreyndir?

Í vinahópi nokkurra lögfræðinga eru skiptar skoðanir á umdeildu dómsmáli. Lykilvitnið er kona sem tilheyrir heimi sem virðist í órafjarlægð frá lífi vinanna. En brátt er mál þessarar ókunnugu konu farið að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar á samskipti þeirra og ástarsambönd.

Hvernig getum við fengið fullvissu um hvað er satt og hvað logið? Hver er munurinn á hefndarþorsta og leit að réttlæti? Eru allir jafnir fyrir lögunum?

Fly me to the moon

Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti

Bráðskemmtilegt verk um tvær kjarnakonur sem hafa alltaf þurft að hafa fyrir lífinu, en standa skyndilega frammi fyrir möguleikanum á að eignast svolítinn pening með auðveldum hætti. Það þarf kannski bara að svindla smá …

Leikkonurnar Ólafía Hrönn og Anna Svava sameina krafta sína og fara á kostum í þessum nýja tvíleik eftir Marie Jones.

 

Loddarinn Tartuffe – Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna

Molière er sannkallaður meistari gamanleikjanna og leikrit hans um loddarann Tartuffe er eitt hans allra vinsælasta verk.

Hræsnaranum Tartuffe hefur tekist að ávinna sér traust og aðdáun heimilisföðurins Orgons og vefja honum um fingur sér, fjölskyldu hans til óbærilegrar hrellingar. Smám saman er Tartuffe farinn að stjórna lífi heimilisfólksins. Þegar Orgon fær þá flugu í höfuðið að gifta dóttur sína Tartuffe eru góð ráð dýr.

Leikstjóri sýningarinnar, Stefan Metz, er íslenskum leikhúsunnendum að góðu kunnur fyrir sýningar á borð við Eldraunina og Horft frá brúnni.

 

Súper – þar sem kjöt snýst um fólk

Súper – þar sem kjöt snýst um fólk er nýtt og bráðfyndið leikrit eftir Jón Gnarr, fullt af „gnarrískum“ húmor og pælingum, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.

Fólk hittist í stórmarkaði og á í einlægum samræðum – eða er það bara að tala við sjálft sig? Fólk finnur vörur sem næra ekki bara skrokkinn heldur andann líka og finnur hluti sem gera það heilsteyptara.

„Þú þekkir fólk á vörunum sem það kaupir“, segir ekkert máltæki.

Þitt eigið leikrit

Bækur Ævars Þórs Benediktssonar, þar sem lesandinn ræður því hvað gerist næst, hafa notið gífurlegra vinsælda meðal yngri lesenda. Nú er komið að þér að stjórna framvindunni í þínu eigin leikriti!

Söguheimurinn er norræna goðafræðin, full af hrikalegum hetjum og stórhættulegum skrímslum. Engar tvær sýningar verða eins, því áhorfendur ráða því hvað gerist! Muntu sigra Miðgarðsorminn eða gleypir hinn hræðilegi Fenrisúlfur þig? Ætlarðu að gerast barnapía fyrir Loka eða líst þér betur á að verja sjálfa Valhöll fyrir jötnum og hrímþursum?

Ævintýraleg og spennandi sýning, þar sem allt getur gerst!

Klókur ertu, Einar Áskell

Við fylgjumst með degi í lífi feðganna Einars Áskels og pabba hans, þar sem daglegt líf fær á sig ljóma ævintýrs, eins og tilvera okkar allra getur gert í einu vetfangi, ef við opnum fyrir leikinn, sköpunina og ímyndunaraflið. Einar Áskell veit fátt skemmtilegra en þegar pabbi hans tekur sér tíma og leikur við hann. Það næstskemmtilegasta er að fá að leika sér með verkfærakassann, en það er stranglega bannað og stórhættulegt að leika sér með sögina!

 

Fjölbreytt samstarfsverkefni

Þjóðleikhúsið er í samstarfi við ólíka leikhópa, Leiktóna með sýninguna Ég heiti Guðrún. Stertabenda með sýninguna Insomnia. Leikkonur 50+ með sýningarnar Fjallkonan fríð og Dansandi ljóð. Trigger Warning með sýninguna Velkomin heim og sviðslistahópinn Marble Crowd með sýninguna Moving mountains.

Ítarlegar upplýsingar um allar sýningar Þjóðleikhússins er að finna á leikhusid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Icephone: Góð kaup og umhverfisvæn símalausn í uppgerðum símum

Icephone: Góð kaup og umhverfisvæn símalausn í uppgerðum símum
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Upplyfting vinnulyftur: Liprari og ódýrari

Upplyfting vinnulyftur: Liprari og ódýrari
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Gæðasprautun – Faglegar og umhverfisvænar endurbætur á tjónabílum

Gæðasprautun – Faglegar og umhverfisvænar endurbætur á tjónabílum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Fást: Gæði og þjónusta í plexígleri, vélaplasti og íhlutum

Fást: Gæði og þjónusta í plexígleri, vélaplasti og íhlutum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Concepta: Hágæða danskar innréttingar

Concepta: Hágæða danskar innréttingar
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Castello: Nýjar og gómsætar vörur á matseðli

Castello: Nýjar og gómsætar vörur á matseðli