fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Lífsstíll

Ostabúðin: Sælkeraheimur í jólagjöf

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. október 2018 08:00

„Gjafakörfur Ostabúðarinnar eru mjög mismunandi, af öllum stærðum og gerðum og innihalda þær ýmislegt góðgæti. Grunnurinn í öllum okkar körfum er ostar, kex, súkkulaði og sultur en í stærri körfurnar fara líka sérvaldar vörur, eins og franskar gæðaólífuolíur, grafið og reykt kjöt og margt fleira sem gleður sanna sælkera,“ segir Thelma Kristín hjá Ostabúðinni, Skólavörðustíg 8.

„Við erum að flytja inn gæðakonfekt og kex frá belgíska merkinu Noble og vörur frá franska merkinu Olivers & Co., en frá þeim bjóðum við upp á breitt vöruúrval og má þar helst nefna hinar ýmsu ólífuolíur, balsamik, ólífukex, chutney, sultur, pestó og trufflur,“ segir Thelma.

Sem fyrr segir eru gjafakörfurnar af öllum stærðum og gerðum. Þær henta í gjafir handa vinum og ættingjum en líka er algengt að fyrirtæki gefi starfsfólki sínu eða öðrum fyrirtækjum slíkar körfur í jólagjöf.

„Hægt er að senda okkur tölvupóst á ostabudin@ostabudin.is og fá tillögu að ljúffengri gjöf fyrir sælkerann. Svo geta allir komið með sínar hugmyndir og óskir að samsetningu til að gera gjöfina enn persónulegri. Einnig er hægt að panta í síma 562-2772.“

Rómaður veitingastaður

Ostabúðin rekur einnig notalegan veitingastað sem er opinn í hádeginu og fram á kvöld. Staðurinn býður upp á fagmannlega þjónustu, einstakan og fjölbreyttan gæðamat sem er að mestu unninn úr íslensku hráefni og eðalvín á sanngjörnu verði.

Í hádeginu er boðið upp á fisk dagsins, súpur, bruschettu og salöt. Á kvöldin er síðan flottur matseðill sem samanstendur af ljúffengum forréttum, aðalréttum og eftirréttum og að sjálfsögðu er líka vegan-kostur fyrir þá sem það kjósa á matseðlinum.

Gjafabréf er góður kostur

Gjafabréfin eru ekki síður vinsæll kostur en gjafakörfur hjá viðskiptavinum Ostabúðarinnar enda fela þau í sér mikinn sveigjanleika og má nýta sér þau í gjafakörfur, sælkeravörurnar í hillunum, á veitingastaðinn eða í veisluþjónustu Ostabúðarinnar.

„Gjafabréf á veitingastaðinn getur verið fyrir þriggja rétta kvöldverð ásamt léttvínsflösku fyrir tvo eða ákveðna upphæð sem gildir fyrir allt sem við bjóðum upp á hér,“ segir Thelma.

Sjá nánar á ostabudin.is og í síma 562-2772.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Í gær

Allir geta lært að syngja – Gjafabréf í söngtíma er frábær jólagjöf

Allir geta lært að syngja – Gjafabréf í söngtíma er frábær jólagjöf
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Keilusamband Íslands: Spennandi alþjóðamót fyrir keppnisfólkið og skemmtileg utandeild fyrir almenning

Keilusamband Íslands: Spennandi alþjóðamót fyrir keppnisfólkið og skemmtileg utandeild fyrir almenning
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Sundskóli Sóleyjar: Gæðastund fyrir fjölskylduna

Sundskóli Sóleyjar: Gæðastund fyrir fjölskylduna
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Kraftlyftingar eru vinsæl og holl íþrótt

Kraftlyftingar eru vinsæl og holl íþrótt
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Nýjung í fartölvum frá Asus – aukaskjár sem stýrir aðgerðum

Nýjung í fartölvum frá Asus – aukaskjár sem stýrir aðgerðum
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Spennandi bækur frá Óðinsauga: Fjórir höfundar segja frá bókum sínum

Spennandi bækur frá Óðinsauga: Fjórir höfundar segja frá bókum sínum
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Spennandi að vestan – Tungusilungur

Spennandi að vestan – Tungusilungur
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Plast eða ekki plast?

Plast eða ekki plast?
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum
Jólabækur Drápu